8.8.2015 | 15:03
Læri, læri, tækifæri
- Nú er tækifærið fyrir nýjan mann til að rífa upp flokk sem er í öskustó og engin tekur mark á.
Björt framtíð er miðjuflokkur og hefur frá upphafi kynnt sig sem slíkan en virðist hafa forðast það, að hafa skarpa og skýra stefnu eins og vinstriflokkur.
En það virðist hafa slegið í bakseglin með þetta syefnuleysi flokksins, kjósendur virðast ekki vita fyrir hvað flokkurinn stendur annað en falleg orð um allt og alla. Formaðurinn virðist ekki ná athygli og trausti kjósenda.
Bent hefur verið á uppruna hans í Framsóknaflokknum, för hans í Samfylkinguna til að ná frama sem mistókst.
Heimkoma hans aftur inn í Framsókn og flótti hans frá Sigmundi Davíðs þegar hann varð undir í forystu keppni.
Síðan reynir hann að stofna nýjan Framsóknarflokk og reynir að ná fylgi frá þessum tveim flokkum. Í raun mistókst það frá upphafi.
Nú virðist Heiða Kristín eiga tækifæri og það sem meira er, að hún viðist vera vinsæl og hafa heilmikla útgeislun í samskiptum sínum við fólk og í samtölum við fjölmiðla.
Hún virðist einnig hafa svipaða forsögu og núverandi formaður. En hún vann með Jóni Gnarr og þar hefur hún eflaust lært margt.
Greinilegt er að Björt framtíð verður að móta sér sterkari stefnu sem er meira til vinstri og hafa með sér festu. Flokkurinn verður að skora Pírata á hólm því sá flokkurinn er nánast stefnulaus einnig.
Það verður gaman að fylgjast með hræringum sem greinilega eru framundan.
Glímir við forystukreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.