- Þeir sem stjórna herveldunum er nákvæmlega sama um fólkið í þeim löndum sem ráðist er að.
* - Hvað höfðu Kúpumenn gert herveldi Bandaríkjanna?
* - Nákvæmlega ekkert.
Bandaríkjamenn settu viðskiptabann á Kúpu eftir að almenningur hratt bandarískri mafíu burt frá eyjunni. En þessi mafía stjórnaði þessu landi og kúgaði endalaust þessa sárafátæku þjóð sem byggði þessa eyju
Helsti foringi þessarar byltingar var Fedel Castro. Það var einkennandi fyrir Havanna þegar ég kom þar fyrir 10 árum, að hvergi voru myndir af einræðisherranum í borginni og engar styttur.
Bandaríkjamenn kröfðust þess einnig að allar aðrar þjóðir tækju einnig þátt í þessu banni. Þessi hernaðar aðgerð bitnaði fyrst og fremst á þessari fátæku þjóð sem þarna býr.
Efnaðasta fólkinu sem var halt undir mafíuna tókst að flýja til Bandaríkjanna og kynndi undir stöðugan áróður um að Castro og félagar hefðu hirt eignir þess. Aldrei var spurt hvernig mafíuliðið eignaðist þessi verðmæti.
Þessi aðgerð hratt Kúpu í fangið á rússum sem í raun eyðilagði uppreisn almennings á Kúpu. Rússar notuðu síðan Kúpu í stríði sínu við hitt herveldið Bandaríkjamenn.
Fólkið á Kúpu þekkti auðvitað ekkert annað líf en ánauð Bandarískra planktekrueigenda og skelfilegar aðferðir glæpamafíu.
Þannig að þegar búið var að frysta ástandið og líf fólksins á Kúpu varð þar engin þróun í atvinnumálum eða lýðræðisframfarir.
En fólk svalt ekki og bjó ekki við ógnarstjórn eins var staðreynd hjá nágrönnum Kúpverja á Karabíska hafinu. Allt eyjar sem nutu fjarstjórnar og verndar Bandaríska herveldisins.
Unga fólkið á Kúpu naut þeirrar menntunar sem í boði var í grunnskólum, í framhaldsskólum og háskólum. Það var meira en hægt var að segja um fólkið á nágrannaeyjunum.
Jafnvel meira en ungu fólki stóð til boða í Bandaríkjunum sem aldrei hafa verið til fyrirmyndar.
- Hver var svo árangur Bandaríkjamanna af þessari aðför að lítilli og fátækri þjóð í nágrenni þeirra?
- Nákvæmlega engin nema alvarleg hneisa.
- En afleiðingingar eru gríðarlega alvarlegar
Viðsjárverðir tímar víðsvegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.