25.8.2015 | 23:45
Danir hafa lengi verið snjallir sölumenn
- Því finnst mér finnst þetta vera frekar ótrúleg frásögn hjá formanni neytendasamtakanna.
Vegna þess að danir eru almennt miklu snjallari kaupmenn en að þeir fari að selja sínar vörur á afslætti.
Hið trúanlega hefði verið að danska síldin sem væri seld hér á verulega hærri í verði, en það væri setið um hverja krukku af íslendingum vegna þess hversu eftirsótt danska síldin er.
- Ég get nefnt dæmi um snilld dana í svipuðu máli.
En Danir kaupa tóbak frá bandaríkjunum og hafa gert áratugum saman. Þeir flytja það með skipum til Danmerkur og framleiða úr því smávindla sem eru merktir sem danskir í nafni vindlanna.
Síðan eru þeir fluttir til Bandaríkjanna aftur og seldir þar á verði sem er helmingi hærra en sambærilegir amerískir vindlar.
Allir eru ánægðir með þessa vindla einkum bandaríkjamenn og íslendingar einnig sem kaupa þessu vindla á háu verði.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.