Flóttafólk

  • ,,Og svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra".
    *
  • ,,Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það".

Þessar tilvitnanir eru eða eiga að vera grunnstefið í kristninni. Sem betur fer kviknar á þessum tilfinninga ríku stefjum iðulega hjá fólki er eitthvað bjátar á.

Jafnvel þeir sem telja sig vera heiðingja hér á vesturlöndum hafa iðulega tileinkað sér þetta sem kjörorð í lífinu einnig.

sýlenskt flóttafólk 1

Því  jaðrar umfjöllun Fréttablaðsins í gær um hugsanlega kostnað sem því fylgir fyrir íslendinga að taka á móti flóttamönnum frá fjarlægum löndum við siðleysi.

Síðan tekur RÚV undir með þessum úrtölu-aðilum. Alveg án þess að leggja nokkurn dóm á efni fréttarinnar og eða hvað Fréttablaðið er í raun að segja

Rétt eins og í umfjöllun Morgunblaðsins á dögunum og teiknimyndin sem birtist á leiðarasíðunni. Er rifjar auðvitað upp fyrir manni hverskonar flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og veru.

Það er staðreynd sem vert er að hafa í huga, að Ísland hefur allar götur frá 1956 aðeins tekið á móti 549 flóttamönnum sem eru skammarlega fáir flóttamenn og eru þá ungverjarnir taldir með. 

sýrlenskt flóttafólk 2

Almennt verður að segjast eins og er, að flóttamenn sem hingað hafa komið hafa almennt  reynst duglegir og dyggir þjóðfélagsþegnar á Íslandi.

Það er ljóst, að samkvæmt fyrri reynslu af flóttafólki verður það flóttafólk sem kemur til landsins núna búið að greiða þennan kostnað á innan við tíu árum. Með framlagi sínu til þjóðarframleiðslunnar og með skattagreiðslum.

Það væri skynsamlegt að skoða frekar kostnað þjóðarinnar sem hefur skapast vegna fólks sem hefur flúið Ísland. Líklegt er að allt að 10 þúsund manns hafi farið og yfirleitt vel menntað fólk hvert á sínu sviði.

Fólk sem íslensk þjóð hefur átt erfitt með að missa af.  En kostnaður þjóðarinnar vegna þessa fólks vegna félagslegrar þjónustu, vegna heilbrigðisþjónustu og menntunar er miklu meiri vegna þessa fólks.

Þetta fólk ætlar sér ekki að greiða kostnaðinn til baka til þjóðarinnar, það er farið og það á besta aldri. Það vill hugsanlega koma í ellinni til að láta sjá fyrir sér.


mbl.is Nálgast íbúafjölda Frakklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband