21.9.2015 | 17:28
Kínverskir þrælahaldarar breiðir í Ísrael
- Kínverskir þrælahaldarar hugsa sér gott til glóðarinnar að geta sent 20 þúsund bygginga-verkamenn til Ísrael.
* - Til að byggja upp nýjar byggðir á hernumdum svæðum Palestínumanna.
Passarnir eru teknir af þessum mönnum svo þeir komast hvorki lönd né strönd. Þeir eru algjörlega réttlausir. Þetta er háþróað nútíma mansal.
Þessir menn eru ekki venjulegir launamenn eins og við þekkjum þá á Íslandi. Heldur raunverulegir þrælar sem ekki hafa persónulegt frelsi.
Þeir eru látnir þræla við svakalegustu aðstæður sem engum dytti í huga að láta skeppnur gera. Þeir eiga sér enga undankomuleið.
Engum lætur sér detta í hug að ræða þessi mál í fullri alvöru því hagsmunirnir eru svo miklir. Ekki einu sinni borgarstjórnarmönnum dytti í hug að borgin myndi ákveða að hætta að kaupa og eða sniðganga Kínverskar vörur af þessum sökum.
Í stað þess fáum við að heyra endalaust hversu vondir menn stjórni Norður Kóreu. Sem er auðvitað einnig þrælahaldara samfélag sem framleiðir t.d.bíla sem verktakar fyrir Suður kóreumenn með þrælum sem íslendingar kaupa í stórum stíl.
Síðan eru halda dólgarnir gíslum heima hjá þessum mönnum frá Kína. Íslendingar hafa einmitt gert skammarlega fríverslunarsamninga við Kína.
Væntanlega munu íslenskir spekúlantar verndaðir af yfirvöldum á Íslandi einnig velta því fyrir sér að fá slíka þræla til Íslands.
Er gætu starfað við ýmis störf.
- Það störfuðu svona þrælar við Kárahnjúkavikjunina í göngunum.
Refsiaðgerðir ekki leið að friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Athugasemdir
Hvað væri þetta fólk að gera, ef það væri ekki að vinna þarna? Hvernig er farið með vinnandi útlendinga í helvítis arabalöndunum?
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 19:14
Valdimar þetta er góð spurning. Í Kína ríkir ekki lýðræði og eðlileg verkalýðshreyfing er ekki til. Ástandið hjá launafólki var svipað í Evrópu fyrir ca 110 árum eða svo. Þangað til verkafólki tókst að gera uppreisn og stofna verkalýðsfélög sem brutu niður ægivald atvinnurekenda.
Verkalýðfélögin stofnuðu stjórnmálaflokka og sameiginlega var farið að byggja upp nýtt atvinnulíf sem tók mið af þörfum fólksins. Þá voru byggðir skólar, heilbrigðiskerfi og eðlileg félagsmálaþjónusta fyrir fólk sem átti undir högg að sækja. Þetta tókst vegna mikils samtakamáttar. Enn er beðið eftir slíkum byltingum í ASÍU.
Verkalýðshreyfingin gerði byltingu í vestu Evrópu.
Kristbjörn Árnason, 23.9.2015 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.