- Að landbúnaðarráðherra skuli leyfa sér að hafa orð á því opinberlega að styrkja eigi svínabændur sérstaklega til að byggja ný hús ber vott um sjúklega spilltan hugsunarhátt.
Svínabændur eru ekki að reka þessi bú fyrir almenning. Þeir gera það, til að hafa af því viðurværi sjálfir.
- Fækka verður gripum í núverandi húsum tafarlaust. Nú finnast básar fyrir gyltur sem eru innan við 50cm breiðir og gripir geta ekki hreyft sig.
* - Þetta er algjört svínarí og mannvonska af verstu gerð. Gylturnar eiga að geta gengið um frjálsar í stórum gerðum innanhúss.
* - Fróðlegt væri að sjá svínabændur með strekktar ýstrur af beikoni og öðru svínakjötsáti athafna sig í slíkum þrengslum.
Gera verður kröfur um að svín búi við eðlilegan aðbúnað í íslenskum svínabúum enda er þessi grein starfandi innan mikillar verndunnar í landinu.
Það á skilyrðislaust að banna sölu á grísum til slátrunar frá svona búum. Er þá sama hvort búið er íslenskt eða erlent. Eðlilegt er að búin séu vottuð í lagi.
Síðan hefði maður haldið að fólk vildi frekar kaupa svínakjöt sem er ættað frá búum þar sem gyltur hefði frelsi til útivistar og síðan eðlilegar fæðingadeildir fyrir gyltur og grísi.
Slíkt kjöt þyrfti auðvitað að vera merkt sem slíkt og best væri að dýrin væru fóðruð á umhverfisvottuðu fóðri.
Orðspor greinarinnar í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Facebook
Athugasemdir
Af því að svínakjöt er svo gott, bacon ilmurinn er indæll og bragðið eftir því.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.9.2015 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.