5.10.2015 | 12:12
Ótrúlegar ranghugmyndir eins þingmanns
- Sjálfstæðisflokksins og varaformanns fjárlaganefndar.
* - Hann talar fyrir enn frekari ríkisstyrkjum til banka og fyrirtækja.
Kemur þessi maður úr grárri fornöld eða er hann talsmaður bankakerfisins á Íslandi sem hefur komist upp með að okra á almenningi allar götur frá 1983 þegar bankavextir voru gefnir frjálsir?
- Samt tókst bönkunum að fara í þrot?
Það hefur legið ljóst fyrir á 2. áratug að okurvextir bankanna eru að sliga allt venjulegt launafólk á Íslandi. Af þessum sökum getur venjulegt fólk ekki keypt sér litlar íbúðir í fjölbýlishúsi.
Einnig vegna þess að íbúðarverð er óbærilega hátt og byggingariðnaðurinn stendur sig ekki í stykkinu.
Launakostnaður miðað við afköst þessa iðnaðar er allt of mikill og hann hefur hækkað verulega frá fyrri tímum. Framleiðni greinarinnar er haldið uppi með okri.
Það er ekki eðlilegt að launafólk geti ekki keypt litlar íbúðir. Fyrir 60 árum gátu barnafjölskyldur jafnvel eignast einbýlishús þrátt fyrir að fyrirvinnur þeirra væru ófaglærðar.
Síðan stendur ríkissjóður í því að niðurgreiða vexti af húsnæðislánum einkabankanna. Það er auðvitað ekkert annað en styrkir til bankakerfis sem vinnur gegn hagsmunum almennings í landinu. Vextir eru allt of háir til viðbótar við verðtryggingu
Þá vill hann að íbúar á Íslandi niðurgreiði lóðaverð til byggingafyrirtækja. Hann er svo barnalegur að halda að það lækki íbúðarverð.
Það er augljóst að þessi maður þekkir ekki hvernig frjálst verðlagskerfi virkar. Ég veit ekki til þess að sveitarfélög séu að græða á lóðasölu. Ekki einu sinni í Reykjavík.
Byggingariðnaður býr ekki við neina samkeppni og gera þarf ráðstafanir til að liðka fyrir innflutningi á erlendum húsum til landsins. Það myndi á stuttum tíma lækka íbúðarverð.
Síðan þarf að efla íbúðalánasjóð og breyta starfs-skilyrðum hans svo hann geti lánað til íbúðakaupa á lægri vöxtum. Það er vel hægt er vilji er til þess.
Það væri miklu eðlilegri félagsleg aðgerð en að styrkja einkabankanna.Ef Landsbankinn yrði samfélagsbanki til framtíðar mætti starfrækja Íbúðalánasjóð í lítilli deild innan bankans. Svipaðar hugmyndir komu frá þessum sama þingmanni fyrir tveim árum eða svo.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.