6.10.2015 | 12:14
Ómarktæk frétt
- Ekki dugir að hafa framkvæmdastjóra samtaka atvinnurekanda einan til frásagnar um það hvers vegna slitnaði upp úr þessum samtölum.
* - Þessi samtöl verða að vera heiðarlegar og mega ekki vera til þess að þröngva opinberum starfsmönnum til áhrifaleysis.
* - Samræðurnar verða að ganga út á það að skapa jafnræði milli hópa launafólks
* - Það er a.m.k. ljóst, að allir aðilar á vinnumarkaði hvort sem það eru félög launafólks á hinum almenna vinnumarkaði eða opinberir starfsmenn verða allir hópar að standa jafnir þegar kemur að kjarasamningagerð.
* - Öðru vísi getur aldrei skapast sátt. Ekki er ólíklegt að samtök atvinnurekenda reyni nú að neyta aflsmunar með sína ríkisstjórn að bakhjarli.
Frá upphafi til enda og að lokasamningsgerð sé þá sameiginleg. Enda verða félög launafólks að komast að eðlilegri launataxtaskipan og taka verður tillit til kostnaðar sem fólk leggur á sig í námi.
Þeim kostnaði er e.t.v. eðlilegt að gera öðruvísi en nú er gert sem gæti verið vísir að jafnari tekjuskiptingu milli atvinnustétta innanlands.
Allt annað væri óeðlilegt og það gengur ekki lengur. Þá er ljóst að atvinnurekendur verða að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Þ.e.a.s. að velta ekki öllum kostnaðarauka vegna kjaramála út í verðlag.
Líklega verður að semja um framleiðniaukningu á hverjum tíma í mismunandi starfsgreinum. Greinilega verður að semja um þá hlið einnig, þar sem atvinnurekendur hafa gjarnan eyðilagt gerða kjarasamninga áður en blekið er þurrt á undirskriftum. Það er ekki eðlilegt að þeir hafi bara frítt spil. Um þetta má semja eins og annað.
Þegar gerðir eru samningar, þá gengur ekki að gera eftirá samninga með það sama í ýmsum atvinnugreinum eins og tíðkast hefur.
Án þess að opinberir starfsmenn fái viðlíka hækkanir og gerst hefur að meðaltali hjá á hinu almenna markaði.
Það verða að ríkja heilindi milli aðila og allir verða að vera virkir aðilar. Ekki bara sumir. Ekki gengur heldur að sumir aðilar séu notaðir til að kljúfa einingu hreyfingarinnar eins og tíðkast hefur frá 1990.
En í ,,þjóðarsáttarsmningunum" 1990 var opinberum starfsmönnum haldið úti í kuldanum. M.ö.o. þetta voru aldrei neinir þjóðarsáttar samningar. Þeir þurftu bara að þiggja það sem að þeim var rétt.
Ef þessa leið á að feta verða allir að vera samstiga og eiga eðlilega aðkomu að samningsgerðinni, en það er ekki víst að slík leið sé alltaf réttmæt.
Eina líklega leiðin til árangurs er að heildarsamtök allra launamanna myndi sér sameiginlega stefnu um málið áður enn farið er í viðræður aðila handan við samningaborðið
Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að blasa við undanfarin ár að það eru opinberu félögin sem hafa ekki viljað vera memm.
ls (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 12:51
Memmi minn, það er bara rngt hjá þér. Í nær 20 ár var ég í kjarasmninum fyrir ASÍ félag og þekki stöðuna mjög vel. Þ.e.a.s. formaður.
Kristbjörn Árnason, 6.10.2015 kl. 13:13
Ekki ætla ég að þræta við menn vita allt best að því þeir voru eitthvað í 20 ár, en mín niðurstaða eftir að hafa fylgt með þessum málum sl. 1-3 ár er að verkalýðsfélögin á almenna markaðinum (flest) hafa verið tilbúin að ræða kauphækkanir sem setja verðbólguna ekki upp í rjáfur, en opinberu félögin hafa hamast í að hækka töluna sem mest með öllum tiltækum ráðum (t.d. verkföllum á þá sem verst mega við þeim) eins og verðbólga væri fyrirbæri sem kæmi þeim ekki við. Þeta hefur gengið svo langt að það jaðrar við að manni hafi dottið í hug að þeim væri alveg sama þó allt færi í kalda kol (opinberir starfsmenn halda oftast vinnunni); vondu ríkistjórninni yrði hvort eð er kennt um!
ls (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 13:36
*
*
*
*
Kristbjörn Árnason, 6.10.2015 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.