7.12.2015 | 07:23
Margt er skrýtið í kýrhausnum
- Það virðist sem samtök atvinnurekenda og ASÍ hafi ákveðið að tryggingagjaldið ætti að lækka á næsta ári.
Vert er að minna á það, að Tryggingagjöldin eru í raun umsamin laun en hafa bakstuðning af lögum og það skýrir þessa niðurstöðu samningsaðila.
- Skattur sem launamenn ákváðu 1955 að leggja á sjálfan sig um, til að kosta atvinnuleysistryggingasjóð.
* - Árið 1974 ákvað launafólk undir forystu ASÍ, að skattleggja sig um 2 prósendur til viðbótar til að kosta niðurgreiðslur á vöxtum í félagslega húsnæðislánasjóðnum.
Til upprifjunar að þá gerðist það líklega 1998 að þetta gjald var lækkað verulega og um leið og verkamannabústaðakerfið var lagt niður.
Forystumenn ASÍ könnuðust ekki við að hafa tekið þátt í því að leggja niður eignakerfið í félagslega húsnæðislánakerfinu. E.t.v. hefur þetta verið einhliða ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.
Það þurfti að uppfæra lögin um það húsnæðiskerfi, en í stað þess að gera það, var það lagt af. Líklega að kröfu sveitarfélaganna og samtaka atvinnurekenda í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. M.ö.o. launamenn greiddu sér sjálfir þá smánar launahækkun sem þeir fengu út úr þeim kjarasamningum.
ASÍ ætti að láta það ógert að ráðast á opinbera starfsmenn í tengslum við þetta mál, en það hefur tekið þátt í því gegnum áratugina með og ásamt samtökum atvinnurekenda að halda niðri launum opinberra starfsmanna.
Fyrirtækin geta ef þau eru í mikla vanda, sagt upp markaðslaunasamningum sem í gangi eru, sem á árum áður voru kallaðar yfirborganir. Opinberir starfsmenn njóta ekki slíkra kjara.
Líklega er löngu kominn tími til þess að allir landsmenn taki við þessum verkefnum og það verði ekki bara launafólk sem stendur undir þessum kostnaði. Það er bara sanngjarnt.
En þessi skattur hefur verið í seinni notaður til a kosta mörg önnur mál sem ekki hefur verið að ósk launafólks. Þessi 7,5% skattur er hreinn launamenna skattur rétt eins og lífeyrissjóðagjöldin en með skatti eru gjöldin um 20%, nokkuð sem launamenn einir greiða.
Staðan er gríðarlega alvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.