Rétt skal vera rétt

  • Það eru launamenn sem greiða Tryggingagjöldin en ekki fyrirtækin og það sama á við um öll launatengd gjöld.
    *
  • Eigendur fyrirtækjanna eru oftar en ekki launamenn í eigin fyrirtækjum og greiða þá einnig tryggingagjöldin.

En samkvæmt samningum um þessi launatengdu gjöld er fyrirtækjunum falið að koma þeim til skila til viðeigandi yfirvalda.

kjarasamningar 1

Þessir samningar eiga sér bakland í lögum sem sett hafa verið til að styrkja umgjörðina um þessa launamanna skatta.

Áður voru þessi gjöld ævinlega kölluð „launatengd gjöld“ og eru nú 7,49% af launum.

Þessa skatta ber að skoða sem skatta á launafólk og það sama á við lífeyrissjóðagjöldin sem í dag eru 12,5% upp í 15,5%.  Þessi gjöld eru einnig skattar sem eru lagðir á launafólk. 

Samtals eru þessir launaskattar nálægt 20% eða um fimmtungur umsaminna launa samkvæmt samningum.

kjarasamningar 2

Það versta við þessa skatta er, að þetta eru flatir skattar sem kallað er. Rétt eins og útsvarið sem launamenn greiða til sveitarfélaganna. 

En fyrirtækin greiða ekki útsvar eða skatta til sveitarfélaganna. Ekki heldur þeir sem aðeins hafa fjármagnstekjur.

Fasteignagjöld eru þjónustu- og eða leigugjöld fyrir að nýta eigur og þjónustu  sveitarfélaganna. Gjöld sem allir greiða sem eiga fasteignir. Fólk sem býr í leiguhúsnæði greiðir þessi gjöld óbeint með hærri leigugjöldum.

Það er auðvitað löngu kominn tími til að skoða þessi mál öll í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá gengur ekki að bera saman frjálsar eftirlaunatryggingar einstaklinga við skylduþátttöku fólks til þess að greiða í fyrirfram ákveðna sjóði.

Vert er að minnast þess í leiðinni, að launafólk greiðir tekjuskatta af brúttótekjum en nýtur persónubóta. En fyrirtækin fyrirtækin greiða helmingi lægri tekjuskatta og þá af nettótekjum.

Ef það hefur verið gerður um
það kjarasamninBjarni benediktsson 1gur milli aðila á vinnumarkaði að breyta tryggingagjaldinu ber ríkvaldinu að virða það.

Því tryggingagjöldin eru launagreiðslur. Ekki gengur að ríkisvaldið kjósi sér að hafa fé almennings upp í erminni gagnvart launafólki í febrúar. 

  • Á íslensku heitir þetta að þessi ríkisstjórn er að leggja sérstakan aukaskatt á launafólk.

Það má gjarnan rifja það upp að ríkisvaldið notar hluta af þessu fé í aðra hluti sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í kjarasamningum.


mbl.is Ósanngjarn skattur sem hægt er að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband