Góð og þörf ábending biskups

  • Leiðtogi kristinna manna var flóttamaður frá fyrsta degi lífs síns.

Við sem reynum að vera kristin trúum á boðskap Jesú. Boðskapurinn boðaði þáttarskil í heiminum þegar hann var settur fram fyrir u.þ.b. 2000 árum.

Íslendingar hafa státað sig á því í gegnum árin að íslensk lög beri í sér sterk áhrif frá þessum boðskap. Því er það eðlilegt að biskupinn láti í ljós skoðun sína á lögum sem hægt er að túlka með jafn ókristilegum hætti og gert var með aðförinni að þessu fólki um hánótt.

Þegar verkalýðshreyfingin varð til fyrir liðlega hundrað árum  á norðurlöndum, varð þessi boðskapur strax kjarninn í réttlætiskröfum verkafólks.

agnes biskupAlmenningur hafði ekki annað til að byggja á.

Það hefði mörgum þótt sérkennilegt, ef biskup hefði ekki látið þetta alvarlega og miskunarlausa atvik til sín taka og það á aðventunni.  Væntanlega verður þetta mál til umræðu í messum næsta sunnudag.

Takk fyrir Agnes


mbl.is Gleymir mannúð og mildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kærleikans boðskapur verður aldrei skilyrtur né forræðishyggju-stýrður. Það ætti biskup Íslands að vita betur en allir aðrir.

En ekki virðist biskup Íslands skilja né vita hvernig raunverulega kærleikstrúin virkar í samfélagsins raunveruleika, og það er verðugt umhugsunarefni fyrir allt samfélagið?

Það er ekki hlutverk biskups að safna peningum fyrir ábyrgðarlausa og stjórnenda-yfirlæknastýrða yfirlækna-okurlaunaheimtufrekju.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2015 kl. 00:13

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

En þú veist auðvitað miklu betur um það. Ekki bara það, þú ert auðvitað svo miklu betri sjálf. 

Kristbjörn Árnason, 12.12.2015 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband