Vissulega segir Jón rétt frá að einu leiti

  • Það var þegar hann sagði að Björk Guðmundsdóttir hefði talað niður til forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans.
    *
  • Það geta auðvitað ekki allir gert. En ef Björk talar til þeirra er það öruggt að hún talar niður til þessara litlu drengja, hún getur ekki annað þó hún ætli sér það ekki.

Hún stendur þeim nefnilega miklu ofar að öllu leiti. A.m.k. í mannvirðingarstiganum. Þótt ég hafi aldrei haft smekk fyrir tónlistina hennar, geri ég mér grein fyrir því, að það gera samt milljónir manna.

Ég geri mér einnig grein fyrir þeirri staðreynd, að konan nýtur virðingar fyrir verk sín út um allann heim og á sinn hlut í því að reisa íslenskt þjóðfélag upp rústunum eftir þá flokka sem þessir ráðherrar litlu ráðherrar eru formenn fyrir.


mbl.is „Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Fésbókarfærsla Bjarkar

kæru íslendingar og fjölmiðlar þeirra

ég er búin að vera upp í sumarbústað , ÚTI Á LANDI ( sem ég elska ) og greinilega missti af stórum leðjuslag . kannski fyrir bestu . ég er nú ekki vön að verja mig en vegna náttúrubaráttunnar langar mig að reyna að leiðrétta einn stóran misskilning :

mig langar aðeins að ræða þýðinguna á orðinu " redneck" í íslenskum fjölmiðlum sem ég notaði í viðtölum við rolling stone , sky news og fleiri í síðustu viku . í mínum haus er þetta orð yfir fólk sem sér sinn þjóðflokk betri en aðra . eru sannfærðir að þeir geti lifað án heildarinnar og oft hlynntir vopnaburði . finnast þeir æðri náttúrunni og að þeir eigi að stjórna henni .

fyrir mig hefur þetta orð aldrei tengst strjálbýli neitt endilega , redneks eru alls staðar í öllum löndum

og bara svo það sé alveg á hreinu : ég elska af öllu hjarta ísland og sérstaklega náttúruna og strjálbýlið


áfram rúral !!!

gleðileg jól

hlýja

björk

p.s. já ég borga skatta á íslandi

Kristbjörn Árnason, 15.12.2015 kl. 16:16

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Mér sýnist sem blessaður karlinn hafi fengið stjörnu í brók.

Gaman væri að vita hvað Jón á við þegar hann talar um ,,Þetta" fólk.

Nú vill svo til og hefur ljóst í mörg ár, að mikill meiri hluti þjóðarinnar er á móti fleiri álverum. Það liggur einnig fyrir að almenningur á SV landi er ekki tilbúið að láta alla orku á þessu svæði fara til Helguvíkur. Það er bara staðreynd. Líklega er það fólkið sem Jón ávið þegar hann segir ,,þetta fólk" M.ö.o. hann reynir að tala niður til almennings.

Hvernig væri, að Jón fari nú að skýra það út fyrir þjóðinni hverjir það voru sem styrktu hann í síðasta prófkjöri þessa flokks sem hann tilheyrir. Útskýri það einnig hvernig hann á að launa greiðann. Eins og segir: Æ á sér gjöf til gjalda"

Talsmaður neytenda telur málsháttinn „æ sér gjöf til gjalda“ eiga við um gjafir fyrirtækja – bæði í viðskiptasamböndum, þar sem gjaldið er umsamið, en því miður einnig þar sem slíku sambandi er ekki til að dreifa. 

Kristbjörn Árnason, 15.12.2015 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband