17.12.2015 | 14:27
Pólitísk spurning og pólitískt áróðurssvar
- Hér eru viljandi gefnar rangar niðurstöður vegna hugsanlegarar lokunar á álverinu í Hafnarfirði.
Áhrif þessarar lokunnar hefði sáralítil áhrif á þjóðartekjurnar því tekjur þjóðarinnar af starfsemi álversins eru hverfandi.
Mikil eftirspurn er eftir orkunni þannig að myndi strax koma biðröð eftir henni, en síðan hefur þjóðin mikla þörf fyrir þessa orku fyrir útveginn og farartæki landsins.
Álverið greiðir nánast enga skatta vegna tilbúins hallarekturs og smáaura til Hafnarfjarðarbæjar.
- Fasteigna- og hafnargjöldin eru þjónustu- og leigutekjur vegna þess sem bærinn leggur þessu fyrirtæki til.
Útsvör starfsmanna eru ekki greiðslur fyrirtækisins og styrkir til íþróttafélaga eru ekki tekjur Hafnarfjarðarbæjar.Þessar 700 milljónir eru því röng tala.
Þjóðfélagið fær engar skattatekur af þessum 56 milljörðum. Ekki myndi lokun álversins spilla fyrir orðspori íslensku þjóðarinnar, þvert á móti. En orðspor Río Tinto myndi raskast alvarlega.
Þó eru átökin í álverinu alvarleg og minna nokkuð á baráttu kolanámumanna í Bretlandi 1984 sem er reyndar grunnurinn í leikritinu um Billy Elliot.
Ég geri ráð fyrir að Rio Tinto vilji bjóða út verk á alþjóðlegum markaði. Þá er hugsanlegt að þeir fái vörur og þjónustu frá einhverjum aðilum t.d. frá Asíu löndum eða frá fyrirtækjum sem auðhringurinn hefur öll tök á.
- Þetta er þá vara og þjónusta sem þeir fá fyrir lítið, síðan þegar fyrirbærið er flutt til Íslands er sköpuð gamla bókhaldsbrellan sem þekkt er um heiminn. Það verður hækkun í hafi eða í einhverri höfninni.
Fyrr í þessari viku bar fyrrum formaður LÍÚ og útgerðarmaður og nú verandi hótel haldari sig illa vegna þeirra launahækkanna sem samið hefur verið um á árinu.
Samt er vitað að útgreidd vinnulaun eru oft ekki í takti við umsamda launataxta í kjarasamningum.
- Í þessu sambandi er vert að huga að því, að kannanir í sumar sýna að svört atvinnustarfsemi fer vaxandi í ferðaþjónustu og í byggingarstarfsemi
* - Svört atvinnustarfsemi færist í aukana í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi. Þetta er meðal þess sem finna má í niðurstöðum kannana á vegum ríkisskattstjóra, ASÍ og SA sem unnið var að í sumar.
Í Fréttablaðinu er haft eftir Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisskattstjóra að ansi margir virðist vera að koma inn í ferðaþjónustuna sem eru ekki með sín mál í lagi gagnvart skattinum.
Fyrirtæki eru rekin án leyfis og starfsmenn á atvinnuleysisbótum eru í svartri vinnu. Það eru margir smáir í þessu og keppa þá ekki á sama grunni, segir Skúli Eggert.
- Einnig á sama tíma var verið að segja frá því, að mikið af Evrópskum námsmönnum sem koma til Íslands og vinna í ferðaþjónustu sem matvinnungar. Þ.e.a.s. kauplaust.
* - Það er mikið um erlent vinnuafl á Íslandi sem eru í raun í felum, mansalsfólk. T.d. í ferðaþjónustu og í byggingariðnaði.
Ekki má gleyma því, að flest ferðaþjónustufyrirtækin er rekin á erlendum gjaldmiðlum
Lokun hefði víðtæk áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.