Þjóðaratkvæðagreiðsla

  • Ef þetta er rétt fullyrðing hjá forstjóra Haga er full ástæða til þess að þjóðin fái að taka afstöðu til slíks samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu.

kálfur

Það er auðvitað þjóðin sem stendur uppi með slíkan samning með hækkuðum sköttum og væntanlega einnig í hækkuðu vöruverði.

Þá er reynsla almennings sú, að þeir stjórnmálaflokkar sem nú mynda ríkisstjórn hafa oft áður gert slíka samninga við bændur á kostnað skattgreiðenda og neytenda í landinu.

Þeir virðast gjarnan hafa verið gerðir á laun í bakherbergjum, síðan nauðgað í gegnum Alþingi.

Einnig virðist staðan vera sú að fjölmörgum afurðarstöðum er beinlínis haldið uppi fyrir skattfé almennings. Slíkt er auðvitað fullkomlega óeðlilegt að byggðarstyrkjum til bænda og rekstrarvanda samkeppnisfyrirtækja sé blandað saman.

Það getur verið eðlilegt að taka upp byggðarstyrki fyrir ákveðinn hluta launafólks, eftirlaunafólks, öryrkja og bændur sem búa víðsfjarri stærri þéttbýliskjörnum.

Það yrði þá að vera viðurkennt að sé félagsleg aðgerð þar sem farið er eftir fyrirfram ákveðnum reglum um félagslega aðstoð við fólk en ekki fyrirtæki.

M.ö.o. félagslegir byggðastyrkir er færi þá í gegnum Tryggingastofnun eins og aðrir félagslegir styrkir.


mbl.is Á við þrefalt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Landbúnaðarstyrkir hafa lækkað mjög á 25 árum. Eitt sinn var landbúnaðarstyrkur(niðurgreiðsla á matvöruverði) um 10 prósent af fjárlögum í dag innan við prósent. Ástæða fyrir 10 ára samning er sú að matvælaframleiðendur á íslandi geti gert áætlanir í sínum rekstri. Að bera saman ICESAVE og búvörusamningana er þvæla. Ef við hefðum samþykkt síðasta ICESAVE þá værum við að greiða 11 miljarða í gjaldeyri á þessu ári. Búvörusamingar eru gjaldeyrissparandi/gjaldeyrisaflandi og atvinnuskapandi. ESB er stærsti útdeilandi landbúnaðarstyrkjum í Évrópu t.d.

Einar Magnússon (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 01:50

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Einar þú átt að kynna þér málin. Þrotabúið er búið að greiða upp Icesave því eignir bankans í Bretlandi dugðu fyrir þeim greiðslum. Þrotabúið hefur þegar greitt allar forgangskröfur í búið. 

Kristbjörn Árnason, 2.1.2016 kl. 02:39

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einmitt þetta EF sem þú nefnir í upphafi, Kristbjörn sem öllu máli skiptir.

Eru þessar fullyrðingar forstjóra Haga á rökum reystar? Er það rétt að hér sé verið að leggja aukna skatta á landsmenn?

Þegar menn ræða þessi mál er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi hvernig þessum málum er háttað í þeim löndum sem við miðum okkur við og í öðru lagi hvaða ástæður eru fyrir niðurgreiðslum á matvælum.

Innan ESB eru landbúnaðarstyrkir gífurlega háir, öll norðurlönd greiða slíka styrki og jafnvel í Bandaríkjunum eru landbúnaðarstyrkir verulegir, nærri því jafn háir á hvern íbúa og hér á landi. Aðferðin við greiðslu þessara styrkja er hins vegar mismunandi. Í ESB er að mestu miðað við landeign og geta því menn sem eiga stórar jarðir fengið mikla styrki, jafnvel þó lítil eða engin matvælaframleiðsla fari þar fram. Bandaríkjamenn beita í miklu mæli sínum styrkjum til stýringar á matvælaframleiðslu, sumir fá styrk til að framleiða hveiti meðan aðrir fá styrki til kjötframleiðslu, allt eftir því hvar þeir búa. Þá eru þar einnig greiddir styrkir til að matvæli séu ekki framleidd, á ákveðnum svæðum.

Hér á landi er verið að miða við, í nýjum samning, að einungis verði greitt fyrir framleiðslu matvæla og þá til þeirra sem uppfylla þröng skilyrði um gæðastýringu.

Hitt atriðið, hvers vegna matvæli eru niðurgreidd, er aftur umhugsunarefni. Þetta er ekki gert fyrir bændur, þeim er nokk sama hvort hluti þess kostnaðar sem kostar að framleiða matvæli kemur úr ríkiskassanum eða hvort neytandinn borgar alla upphæðina. Hins vegar skiptir miklu máli fyrir launagreiðendur hvort þeir geti haldið niðri launum fólks með því að matvæli séu niðurgreidd, því auðvitað þarf að hækka laun í landinu verulega ef niðurgreiðsla leggst af.

Gunnar Heiðarsson, 2.1.2016 kl. 06:27

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt hjá þér Gunnar, að þetta er erfið og vandmeðfarin umræða.

Launmenn líta svo á að ekki sé verið að niðurgreiða verð á landbúnaðarvörum fyrir launafólk því það sama fólk greiðir reikninginn í gegnum hækkaða skatta. Menn segja sem svo að þessi vara seljist ekki nema að hún sé niðurgreidd. Ég vil frekar skoða byggðastyrki nánar án þess að ákveða fyrirfram að það sé rétta leiðin.


Þá koma samningar við ESB inn í myndina vegna EFTA aðildar Íslands frá 1970 þar sem íslenskum iðnaði var fórnað fyrir hagsmuni sjávarútvegs og landbúnaðar. Allt eru þetta hlutir sem fólk á mölinni vill fá upp í umræðunni. Það þarf að gerast.

Einnig vegna þess einnig, að um þessar mundir eru gerðir fríverslunarsamningar við fjölmörg ríki og t.d. í Asíu. Þá eru tollar og vörugjöld afnumin af innfluttum iðnaðarvörum sem eru allt aðgerðir sem íþyngja verulega iðnaðarstarfsemi hér innanlands. En verða líklegast til að auka enn verulega álagningamöguleika innflutningsaðila sem starfrækja verslunina.

Kristbjörn Árnason, 2.1.2016 kl. 06:40

5 Smámynd: Gísli Bragason

Þetta eru 150kr á dag á hvern Íslending(f.330.000) svo hægt sé að viðhalda landbúnaði í landinu.

Bendið á einn ríkan bónda.

Nær væri að tala um milljarða hagnað Haga og þeirra álagningu á vöru.

Gísli Bragason, 2.1.2016 kl. 10:27

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Gísli þessi umræða hér snýst ekkert um bændur sérstaklega. Hví ætti atvinnurekstur bænda um landið frekar að fá sérstakan byggðarstuðning umfram aðra sem búa í dreifðustu byggðum landsins. Síðan er þetta aðferðarfræðin.

Ég held að t.d. borgarbúum þyki ekkert sérstaklega vænt um fyrirtækið ,,Haga". Það er eins og bændum sé í nöp við það fyrirtæki, en versla sjálfir við fyrirtækið þegar þeir eiga kost á því með ýmsar vörur.

Ég geri ráð fyrir því að ,,Bónus" hafi áhrif á verðlag allsstaðar þar sem eru með verslun. Það er bara staðreynd og þeir eru með sömu verð um allt land og er það meira en aðrir bjóða upp á.  

Kristbjörn Árnason, 2.1.2016 kl. 10:39

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er á það bent í athugasemdum hvernig ákveðnir aðilar komust yfir ,,Haga" samsteypuna og er það ekki fögur saga þótt hún komi þessu máli kanski ekki við. Þá er ég sammála þessum ágæta manni um það, að gjarnan mætti koma fram frumvarp um verslunarhætti á Íslandi sem væri til þess fallið að draga úr þeirri miklu miðstúringu sem á sér stað í verslun á Íslandi.

En það er um það eins og annað ef það á að kjósa þarf helst að kjósa milli valkosta en núverandi ástand er ekki viðunandii í verslun í landinu og heldur ekki hvernig stjórnvöld endalaust eru viljugir til að hygla ákveðnum starfsstéttum.

Kristbjörn Árnason, 2.1.2016 kl. 12:19

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég geri rá fyrir að almenningur á íslandi vilji fremur styrkja landsbyggðarfólk og þar með bændastétt þar sem þörf er á því, heldur enn gíruga stétt kaupmanna og innflytjenda er flytja til landsins vörur frá fátækustu kimum jarðarinnar. Eitt er alveg víst að niðurfelling á tollum lækkar ekki vöruverð. Það eru markaðslögmálin sem hafa áhrif á verðin

Kristbjörn Árnason, 2.1.2016 kl. 14:17

9 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það hafa ekkert verið í umræðunni auknar upphæðir ríkissjóðs á ársgrundvelli frá því sem verið hefur. Halda því til haga vegna áróðurs Haga.

Forstjórinn má hafa allar skoðanir á landbúnaðarkerfi "heimsins".   En það er einungis hans síbylju klisja að Ísland sé að skera sig frá öðrum þjóðum á einhvern öfgakenndan hátt hvað landbúnað varðar.

P.Valdimar Guðjónsson, 2.1.2016 kl. 18:33

10 identicon

Vilji erlendir skattgreiðendur borga stóran hluta framleiðslukostnaðar þess matar sem ég neiti þá þigg ég það með þökkum. Íslenskir bændur eiga að einbeita sér að hæsta verði fyrir hágæða lúxus vörur en ekki því niðurgreidda lággæða rusli sem þeir framleiða með of miklum tilkostnaði í dag.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er lítið annað en skoðanakönnun. Þjóðaratkvæðagreiðsla getur aðeins fellt úr gildi lög sem forseti hefur hafnað undirskrift á. Þjóðaratkvæðagreiðsla getur ekki sett lög, breytt lögum og ekki gefið lögum gildi.

Davíð12 (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband