4.1.2016 | 12:30
Nýr kröftugur predikari þjóðkirkjunnar
- Kominn er til starfa hjá þjóðkirkunni prestur sem segir það sem honum býr í brjósti og það framan í heiminn.
* - Hann bendir á, að hin gömlu íslensku gildi þar sem einhver yfirstétt hikar ekki við að ræna þjóðina, sauðsvartan almenning sem áfram skal halda í álögum.
* - Þessari yfirstétt er síðan hlíft á meðan lögreglan eltist við menn sem hnupla sér brauði til að seðja sárasta hungrið. Löggan er með þyrlur og tugi lögreglumanna. Sjónvarpsstöðvar standa á öndinni og segja bra bra.
Minnir mig óneitanlega á Hróa hött sem er persóna úr enskum þjóðsögum frá miðöldum.
Sögur frá Skírisskógi í Nottinghamshire í Englandi.
Hann var sagður mikil hetja sem berst gegn óréttlæti og harðstjórn og er þekktur fyrir að stela frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku.
Hrói höttur er því orðinn eins konar staðalímynd manneskju sem er tilbúin til að fórna sér gegn óbil-gjörnum yfirvöldum´. Í sögunum er fógetinn í Nottingham mikill harðstjóri sem misnotar stöðu sína til að bæta eigin hag t.d. með ólögmætum eignaupptökum á landi, ofursköttum og ofsóknum á hendur hinum fátæku.
Hér á Íslandi virðast lög landsins alltaf hlífa þeim sem síst skyldi. Rétt eins og yfirstéttinni var hlíft í þessu nágrannaríki okkar.
Þeir sem ræna óverulegum fjárhæðum, eins og það er orðað, úr banka með trefla fyrir andlitinu eru eltir uppi af þyrlum Landhelgisgæslunnar, á meðan þeir sem ræna banka inn að skinni og rúmlega það innan frá kaupa sér fjölmiðlaveldi fyrir ágóðann til að reka áróður fyrir hagsmunum sínum.
Þetta er meðal þess sem kom fram í nýársprédikun sr. Davíðs Þórs Jónssonar, héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi.
Þessi lýsing passar alveg við þá tilfinningu sem almenningur hefur upplifað hér á Íslandi síðustu áratugina.
Spilling er það, sem náði hámarki árið 2008 og síðan hrundi spilaborgin. Menn sem létu sem stóreignamenn keyptu stjórnmálaflokkanna sem voru við völd til að hygla sér og sínum.
Nú horfir almenningur á samskonar þróun gerjast í landinu og varð fram að hruni. Spillingin er farin að láta kræla á sér á ný. Hverskyns fyrirtæki og hagsmunaöfl stjórna landinu í dag.
Fyrir dómstólum sést að afbrota aðilum er hlíft, lögin virðast vera þeim í hag. Hvítflibbamenn á Íslandi fleyta rjóman af verðmætum þjóðarinnar og fénýta hann.
Hræsni og skinhelgi vaða uppi. Varað er við hryðjuverkum á meðan við stöndum aðgerðarlaus álengdar og horfum upp á menn, konur og börn, sem eru að flýja þessa nákvæmlega sömu hryðjuverkamenn, fólk frá löndum þar sem þeir eru raunverulega að ganga berserksgang, drukkna í brimróti við Grikklandsstrendur.
Jafnvel heyrist fullyrt að við eigum ekki að veita sveltandi og frjósandi fólki mat og húsaskjól af því að við getum ekki líka veitt því fyrsta flokks sálfræðiþjónustu.
- Takk fyrir góð orð Davíð Þór, takk fyrir að nota predikunarstólinn til að segja sannleikann eins og hann birtist í nútímanum.
Hér má lesa prédikunina í heild sinni.
Davíð Þór: Við höfum brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Athugasemdir
Fjármálaráðherra hlýtur í framhaldinu að hóta niðurskurði á fjármagni til þjóðkirkjunnar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.1.2016 kl. 14:08
Athugasemdin varðandi bankaræningjana stakk mig svolítið, ég leit aldrei á aðgerðir lögreglunnar og landhelgisgæslunnar sem tilraun til þess að endurheimta þessa "óverulega fjárhæð" til baka fyrir bankann - þarna voru menn, vopnaðir hnífi og að því virtist skotvopni, sem höfðu upp hótanir gagnvart starfsfólki og gestum. Slíka menn þarf að taka úr umferð, fólk var í lífshættu og aðgerðir lögreglunnar í takt við það, punktur.
Gunnsteinn Þórisson, 4.1.2016 kl. 18:30
fyrst og fremst held að presturinn hafi verið að vekja athygli á áherslunum. Þegar eignaraðilar og eða t.d. bankar eru rændir af utanað komandi aðilum fer allt á stað. Þetta voru reyndar smáaurar
M.ö.o. það er ekki sama hver framkvæmir ódæðið. En stóru ræningjunum er jafnvel hlíft. Eða hafa forráðmenn Landsbankans fengið einhverjar ákúrur?
Eða eru ekki sömu hlutirnir á siglingu enn á ný í samfélaginu?
Það liggur við að öll umfjöllun um þá menn sem nú hafa verið að leggja undir sig Kvíabryggju virðist með þeim hætti hjá mörgum eins og farið sé sérstaklega illa með þessa menn. Að dómstólarnir séu ósanngjarnir gagnvart þeim. Það er eins og þeir séu gerðar að hetjum og fjölmiðlar eru galopnir fyrir öllum athugasemdum þeirra þar sem þeim leyfist að tala illa um dómskerfið og saksóknarana. Það liggur við að þeim og verjendum þeirra komist upp með að segja saksóknaranna vonda menn.
Ég lít ekki svo á, að presturinn telji að það eigi að hlífa þessum ræningjum þvert á móti. En hann bendir á fordómana sem eru í gangi í öllu spilverkinu.
Síðan er það viðmótið gagnvart fólki í neyð.. Þetta er greinilega sagt til umhugsunar.
Kristbjörn Árnason, 4.1.2016 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.