Hvert fara peningar skattgreiðenda á Íslandi?

  • Fréttatíminn birtir í morgun athyglisverðar upplýsingar sem eru væntanlega nokkuð réttar.
    *
  • Þá vaknar auðvitað hin stóra spurning.

Hvert fara þssir 100 milljarðar árlega? Ekki fara þeir í þá málaflokka sem þeir ættu að fara. Sem er heilbrigðismál, menntamálin og velferðararkerfið.

Ekki eru íslendingar með her sem gleypir þetta fé, en það eru samanburðarþjóðirnar með.

Ég hef það einnig á tilfinningunni að formlegir byggðarstyrkir séu í lágmarki. Ekki er hægt að kalla styrki til landbánaðarins byggðastyrki, því bændur fá sína styrki hvar sem þeir búa.

En í dreifðustu byggðum býr mikið af launafólki og eldra fólki komið á eftirlaun, sem eru aðilar sem ættu að fá eitthvað af þessum styrkjum sem landbúnaðurinn fær.

Kvótakerfið gerði þetta fólk nánast eignalaust og það er fast í átthagafjötrum. Það getur ekki flutt sig nær börnum sínum sem hafa byggt sér bú á þéttbýlli stöðum.

 
Íslendingar verja hlutfallslega minna til barna en aðrar Norðurlandaþjóðir, minna til fjölskyldna og minna til eldri borgara sem nemur gríðarlegum upphæðum. Á sama tíma…
FRETTATIMINN.IS
 

mbl.is Aðstoða einstæða foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir að þessir 100 milljarðar séu til? Við erum með lægri laun en aðrir norðurlandabúar og lægri skattaprósentu, því eru tekjur ríkisins lægri. 100 milljarðarnir væru sennilega til ef við borguðum hærri skatta af hærri launum. Ert þú til í að borga 50.000 á mánuði til viðbótar því sem þú greiðir nú svo hægt sé að hækka bætur og stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu?

Vagn (IP-tala skráð) 29.1.2016 kl. 13:41

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Vagn og takk fyrir innlitið.

Í frétt ,,Fréttatímans" segir að skattar á Íslandi séu svipaðir og í öðrum samanburðarlöndum.  Þess vegna spyr ég, hvað verður um þessa 100 milljarða á hverju ári.  Ekki er ég sérfræðingur í þessum samanburði en vil benda á eftirfarandi. 

Launafólk greiðir í dag 12,5, upp í 15,5% af umsömdum launum sínum í lífeyrissjóði og er skylt að gera það lögum samkvæmt og getur ekki valið sjálft um í hvaða sjóð það greiðir í.  Fyrirtækin greiða ekki þessi gjöld því þetta eru umsamin launakjör.

Tryggingagjaldið sem hefur verið um 7% af greiddum launu undanfarin ár, er skattur sem launamenn greiða en ekki fyrirtækin eins og margir halda. M.ö.o. umsaminn skattur og fyrirtækin taka að sér að skila.  Reynda samkvæmt lögum. 

Báðir þessir tveir liðir eru ævinlega í umræðunni við samningaborðið þegar heildarsamningar eru í gangi.

Ég ætla ekki að telja til fleiri atriði sem svo sannarlega hluti af umsömdum launum launafólks.  Svonefndir ,,Salek" samningar ganga einmitt að mestu út á þessa hluta kjarasamninganna. 

Þetta þýðir að launamenn greiða bara þarna 20% skatt fyrir utan aðra skatta. Allir skattar launafólks eru greiddir af brúttólaunum.

Fyrirtækin greiða í dag 20% af nettóhagnaði í heildarskatta. 

Fasteignagjöld eru þjónustugjöld sem allir greiða eftir því,  hvað hver og einn fær mikla þjónustu  af sveitarfélagi því sem hver og einn aðili vistar sig í með eignir sínar.  Aðferðfræðin við að ákvarða um þessi gjöld er eitthvað sem sátt hefur verið um lengi.

Kristbjörn Árnason, 29.1.2016 kl. 14:41

3 identicon

Já þetta er spurning sem vert er að velta upp og hugsa um. Er þessi peningur að velta aftur útí samfélagið til að reka stofnanir þess eða fer meginhlutinn í stjórnsýsluna það er að segja ráðuneytinn eða senndiráð okkar erlendis?? Já og satt er Það að við rekum ekki her eins og danir, norðmenn og svíar gera. Ekki fer skattpeningur okkar í þann rekstur.

Margret (IP-tala skráð) 29.1.2016 kl. 15:57

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það skiptir máli að halda vel utan um skattfé landsmanna og að það fari í þau sem máli skiptir. En sé ekki að fara í hluti sem ríkissjóður á ekki að koma nærri

Kristbjörn Árnason, 29.1.2016 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband