Frábær grein skrifuð af næringafræðingi um algengar matvörur

  • Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur og ritstjóra NLFÍ, ritstjori@nlfi.is. Fer í vörn fyrir börnin í landinu.
    *
  • Hann bendir á margar þekktar matvörur sem svo sannarlega eru ekki hollstuvara. 

Leggur hann áherslu á t.d pylsuna og þar segir hann orðrétt:
„Þjóðarréttur” okkar Íslendinga, pylsur, eru sennilega á toppnum sem mest selda gervimatvaran. 

Fyrir það fyrsta er pylsan sjálf mjög mikið unnin kjötvara og ef hún er tekin „með öllu” þá bætast við óhollar sósur líkt og remúlaði, sinnep og tómatsósa.

Svo er þetta allt sett í hvítt  næringarsnautt hveitibrauð. Ekki bætir það að borða pylsuna einnig með steiktum lauk. En sumir setja þó smá næringu í pylsuna með því að hafa með henni  hráan lauk.

Til að toppa næringarleysi pylsunnar er einn helsti drykkurinn með pylsunni, óhollasti svaladrykkur heims  „kókið”. 

  • En mér finnst reyndar vanta í þessa lýsingu fituinnihaldið. Einhverntíma hefur mér verið sagt að það sé nálægt 60%. Væntanlega er þá nánast allt kjötmetið fita.  

bæjarins bestu1

Hann nefnir fleiri vörur sem foreldrar og skólaeldhús eru að nota til matar fyrir börn. Hvítt samlokubrauð, skólajókurt, sykraðir ávaxtasafar og kjúklinga naggar sem hann segir sennilega einna verstu vöruna. 

For­stjóri SS er ótrúlega viðkvæmur fyrir því að næringafræðingurinn skuli segja sannleikann um pylsurnar. Sem er auðvitað mjög al­var­legt mál fyrir SS sem er að framleiða úr ríkisstyrkri hráefni óhollustuvöru.

„Ekki hægt að láta slíku ósvarað fyr­ir okk­ar góðu vöru, SS pyls­una,“ seg­ir í opnu bréfi frá Steinþóri Skúla­syni for­stjóra SS.

Hér má sjá hér má finna grein Geirs Gunn­ars.

 


mbl.is Kemur pylsunni til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband