10.2.2016 | 13:27
Þetta er ekki nógu gott
- Samtök atvinnurekenda eiga auðvitað að stjórna þessu sem öðru í þessu landi.
* - Þessi frekja samtaka atvinnurekenda minnir mig á háttarlag fiskvinnslu aðila í Grindavík um árið þegar þeir gerðu kröfur um að unglingadeild lokaði þegar loðnugangan kom á hverjum vetri.
* - Reyndar fengu margir unglingar frí eða tóku sér frí. Þá misnotuðu loðnumjölsframleiðendur unga stráka og þeir voru sendir í verk sem voru harðbönnuð samkvæmt vinnuverndarlögum
* - Það þurfti dauðaslys til þess að menn tækju marka á vinnuverndarlögum í því samfélagi.
Því er ekki nógu gott þegar kennarablækur og yfirmenn þeirra eru farnir að stjórna því hvenær vetrarfrí eru í grunnskólum. Í Reykjavík er það reyndar Menntaráð borgarinnar sem ákveður dagsetningar í þessum efnum.
Er þetta gert í þágu nemenda sem ekki eru gerðir úr plasti eins og samtök atvinnurekenda virðast halda. Þessi samtök hafa gert kröfur um að lengja skólaárið hjá grunnskólanemendum.
Þá hafa þeir gert kröfur um að nemendur byrji í formlegu skólanámi á því ári sem þeir verða 5 ára.
Atvinnurekendur halda að það sé bara tímalengdin sem skiptir máli þegar nám fer fram hjá börnum. En flestir sem hafa kennt börnum vita að þar kemur til sögunar þroskaferli barnanna sem eins misjafnt og börnin eru mörg.
Það er einfaldlega staðreynd, að grunnskólanemendur þurfa hvíldir oft yfir veturinn, vetrarfríinu er gjarnan skipt í tvo hluta er tilkynnt um það hvenær þau eru um leið og nemandi mætir í skólann um miðjan ágúst. Þá er jólafrí, páskafrí og sumarfrí.
Þetta er ekki til hagræðis fyrir kennara eins og margir halda því hluti þessara daga fara í störf í skólum landsins. Síðan er kennurum skikkað að vinna af sér með aukinni vinnu þá virka daga sem falla til í jóla- og páskafríum. M.ö.o. eina stéttin sem lýtur slíkum afarkjörum.
Gallin við þessa miðstýringu frá borginni í þessum efnum er að allir skólar borgarinnar gefa frí á sama tíma sem skapar oft vanda hjá fjölskyldum.
Helmingur orðið fyrir óþægindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.