Lengi má teygja lopann

  • Merkileg krafa verjandans.

Ég verð að játa, að ekki hef ég fylgst með réttarhöldunum yfir þessum bankamönnum síðustu árin.

Mig skortir einfaldlega þekkingu og hugmyndaflug til að skilja umræðuna. 

Þessa kröfu verjandans get ég bara ekki skilið Hann fer fram á að meðdómarinn skilji hugsunarhátt brotamannsins og hafi jafnvel sjálfur reynslu í slíku athæfi sem hinn meinti afbrotamaður. En gerið engar kröfur um þekkingu á lögunum.


Fyrir mér er þetta svipuð krafa og ef fyrir réttinum væri morðingi að þá væri eðlilegt að meðdómari hefði þekkingu á slíku athæfi, jafnvel reynslu og hefði því skilning á hugsun morðingjans. 

Lögin sjálf skiptu engu máli sem eru sett af Alþingismönnum sem almennt eru með hreinan skjöld og hafa enga reynslu af slíkum athöfnum sem afbrotin væru. 

Þarna er nú verið að teygja lopann.

 


mbl.is Leggja þarf mat á hugsun bankamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband