Páfinn skýtur föstum skotum á skrumarann

  • Páfinn efast um að Trump sé kristinn og telur hann vera heiðinn í raun og veru.

Segir hann að Trump tali ekki sem kristinn maður. Væntanlega vegna fasískra hugmynda hans. Hann vill m.a. reisa múr milli Bandaríkjanna og Mexico. Svona rétt eins og zíonistar hafa gert í Palestínu og fasistar gerðu í austur Þýskalandi.

páfiÉg man ekki eftir því að páfi hafi sent svona afdráttarlausar yfirlýsingar til stjórnmálamanna.

Það er auðvitað sjálfsagt að gera það, Trump er hættulegur stjórnmálamaður.

Það er líklegt að viðhorf hans séu ekki ósvipuð viðhorfum fjölda fólks víða í Bandaríkjunum sem segist vera kristið en það ekki.

A.m.k. hefur þessi maður mikið fylgi meðal kjósenda í Bandaríkjunum.


mbl.is Segir Trump ekki vera kristinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Bara að spekúlera.

Ef það er ólöglegt að fara inn í Bandaríkin án þess að fara í gegnum eitthvað ákveðið ferli,hvað er þá athugavert við að framkvæma þetta bann með múr.?

Er ásættanlegra að gera það fleiri landamæravörðum ,eða á alls ekki að framfylgja lögunum.?

Hinir múrarnir sem þú talar um hafa annan tilgang,þar að segja að loka fólk inni.

Er bara að velta þessu fyrir mér.

Finnst stundum eins og sumir menn séu ósáttir við að lögum sé framfylgt,þar að segja að það sé óásættanlegt að fólk með einbeittan brotavilja sé svift öllum möguleikum til að brjóta lögin.

Borgþór Jónsson, 18.2.2016 kl. 22:48

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er alltaf gott að spukulera. Það er reyndar mjög margt líkt með þessum múrum eða tilgangi þeirra. En ég ætla mér ekki að túlka hugsanir páfans. En greinilegt er að Páfinn er pólitískur og er það gott og segir það sem honum finnst rétt.

Það er líka hægt að vera pólitískur með því að segja aldrei neitt hvað sem á dynur. 

Það eru ekki öll lög réttmæt og þetta leyfi ég mér að segja án þess að vilja ræða um landamæri þessara ríkja sem raunar hafa verið teygjanleg í gegnum tíðina svo eftir því hvernig hagsmunirnir eru hverju sinni. 

Það sem margir bandaríkjamenn óttast mest í náinni framtíð er, er aÐ SPÆNSKAN ER AÐ VERÐA ÚTBREIDDARI Í bANDARÍKJUNUM EN ENSKAN

Kristbjörn Árnason, 18.2.2016 kl. 23:07

3 identicon

Ef Trump væri kristinn myndi hann leypa öllum inn fyrir landamæri, pynda þá svo alla þangað til að þeir hafni egin ríkisfangi og taki upp það bandaríska, og drepa þá sem ekki láta undan.

Joi (IP-tala skráð) 18.2.2016 kl. 23:24

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

sæll Þorsteinn ég hef aðeins bent á tímamót hjá páfanum. Hann bætti síðan öðru við í morgun eða í gær. Þegar hann sagði að það væri réttlætanlegt að nota verjur gegn getnaði.

Ég fer ekki í vörn fyrir páfann, ef þú ert ósáttur við hann verður þú að eiga það við hann

Kristbjörn Árnason, 20.2.2016 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband