Undirverktaka grefur undan stöðu launafólks og lækkar laun

  • Við reyndum að ræða þetta í kjarasamningunum 1990, en byggingamönnum fannst að engum kæmi þetta við.
    *
  • Þá þegar var þetta orðið mikið vandamál í byggingariðnaði.
    *
  • Þessi mansalsmál er bara svartasti hluti undirverktaka iðjunnar á Íslandi. 


Þessum elskum í byggingariðnaðinum tókst að koma í veg fyrir að tekið væri á málinu strax í byrjun og á tíma þar sem hægt var að ná árangri. Þá vildu stjórnvöld vinna með samningsaðilum.

byggingar

Þá var staðan strax orðin sú að meistar neyddu byggingamenn til að gerast undir verktakar. Þar með lækkuðu laun þessara launamanna. Byggingamenn tóku ekki þátt í svo nefndum  þjóðarsáttarsamningum.

Síðan fór að tíðkast að þessir menn voru komnir með iðnnema og eða ófaglærða verkamenn í teymi. Menn sem voru á lægri launum en iðnaðarmenn. Þessum teymum hefur alltaf fylkt svört atvinnustarfsemi.

Væntanlega eru þessir flottu karlar komnir með erlenda menn með sér og ómögulegt er að vita hvernig réttindamálum þeirra er háttað. Eitt er þó víst að forystumaðurinn er að taka sjálfur laun fyrir þessa menn.


mbl.is Rökstuddur grunur um 10 mansalsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband