22.2.2016 | 12:51
Allt er klappað og klárt
- Allt án aðkomu Alþingis að því er virðist.
Milljarðasamningur sem virðist ekki þurfa að bera undir þingið. Bara 13 milljarðar í viðbótastyrki á næsta ári.
Það er sérkennilegt lýðræðið á Íslandi en ef það þarf að kaupa blýant til að naga fyrir einhverja stofnun kostar það þrjár umræður og mikil nefndarstörf.
Það er búið að undirrita þessa samninga og málið er frá, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Nýir búvörusamningar milli ríkisins og fulltrúa bænda voru undirritaðir síðastliðinn föstudag og kveðst ráðherrann ánægður með niðurstöðuna.
Án fyrirvara um samþykkis Alþingis, öðru vísi verða ekki orð ráðherrans skilin.
Það á styðja eina atvinnugrein umfram aðrar atvinnugreinar. Skattgreiðendur bera kostnaðinn og skattgreiðendur í landinu eru fyrst og fremst launafólk.
Bændur eru ekki launafólk, þeir eru atvinnurekendur sem eru snillingar í hallarekstri og greiða nánast enga skatta.
Þetta er ákvörðun um það að styrkja atvinnufyrirtæki í landbúnaði hvort sem þau eru í Mosfellsbæ eða á Melrakkasléttu. Þetta eru auðvitað ekki byggðarstyrkir.
Það á að styrkja eignafólkið í sveitum sérstaklega, fólkið sem á lögbýlin, rekur landbúnað og afurðarstöðvar, ásamt því að vera skráðir félagar í stéttarfélag bænda.
Launafólkið í afskekktustu byggðum landsins er starfar almennt samkvæmt lægstu launatöxtum verkalýðshreyf-ingarinnar, fólkið sem greiðir skattanna í þessum byggðum og eru þeir aðilar sem þurfa svo sannarlega stuðning, fær enga byggðastyrki.
Ég ég sannfærður um að launafólk í þéttbýlinu t.d. á SV landi vill styrkja fólk almennt sem býr í afskekktustu byggðarlögum lands.
En ekki fyrirtækin sem þar starfa, heldur fólkið sem þar býr.
Nú var nýlega að koma út skýrsla sem varpar skýru ljósi á stöðu bændakvenna í þessum landbúnaðar-fyrirtækjum sem býlin eru svo sannarlega. Það kemur í ljós að vinna þeirra í þessum rekstri er sjaldnast skráð.
Það sjá allir sem þekkja til í sveita að vinna kvenna á þessum býlum geysi mikil skilar gríðarlegum tekjum inn í reksturinn. Það það sé ljótt að segja það, þetta er meira og minna svört vinna.
Þetta er auðvitað hluti að þeirri tækni bænda, að tryggja það að býlin skili nánast engum sköttum inn í samfélagið þar sem það starfar og ekki heldur fólkið sem þar stritar. Þetta er fólkið sem á að styrkja.
- Síðan eru bændur hundfúlir, því þeir vilja fá enn meiri styrki.
Þetta er frágengið mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.