Hér finnst mér vanta eðlileg rök

  • Ef skoðaður er fjöldi íbúa á Íslandi 1. janúar 2015 að þá búa hér á landi 329100 einstaklingar.
    *
  • Það er alltaf nauðsynlegt að gæta varúðar þegar fulltrúar hagsmuna aðila reiða fram tölur. 
    *
  • Þá er mikilvægt að átta sig á því, að óeðlilegt er að Íbúðalánasjóður sé að lána til slíkra íbúða.

Fjölgunin sem varð á árinu 2014 varð samtals um 3384 einstaklinga og meðal fjölskyldustærð 2,8. Þessi tala er um fædda íslendinga umfram látna þetta ár sem er svipuð og verið hefur undafarna áratugi.

bjargarstígur

Til viðbótar er hér inni 1113 aðfluttir umfram brottfluttra til landsins.

Ef þetta er rétt tala og allar þessar fjölskyldur keyptu sér íbúð væru það ekki nema innan við 1210 íbúðir.

Árum saman hefur verið notast við töluna 1500 til 1600 fyrir landið allt sem væri eðlileg meðal ársþörf fyrir nýjar íbúðir í eðlilegu árferði. 

Hér slær ungur starfsmaður stamtaka atvinnurekenda því fram að það þurfi að framleiða 2000 íbúðir árlega bara á höfuðborgarsvæðinu. 

bjargarstígur 1

Mér finnst hann slá fram ævintýralega hárri tölu, að vísu kann að vera inni í þessari tölu hans einhver vöntun vegna kreppunnar.

Líklega er hann að bæta við íbúðum fyrir ferðafólk sem er auðvitað ekki eðlilegt að blanda saman við venjulegar íbúðarbyggingar.

Væntanlega mun alveg á næstu árum verið farið að framleiða íbúðir fyrir slíka þörf.   


mbl.is Þarf allavega 2.000 íbúðir árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Byggja hótel og vista ferðamennina þar eins á að gera.

Þá losna íbúðirnar sem eru í ferðamannaleigu og nýtast almennum borgurum, eins og þær eiga að gera.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2016 kl. 14:09

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

við erum sammála Guðmundur

Kristbjörn Árnason, 25.2.2016 kl. 14:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hlaut að koma að því. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2016 kl. 16:08

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

við erum oft sammála Guðmundur

Kristbjörn Árnason, 25.2.2016 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband