25.2.2016 | 21:50
Allir eru þeir eins íhaldsmennirnir.
Nú gerir þessi annars sómamaður tillögur um að þeir sem vilja kaupa sér íbúð fái enn frekari ríkisstyrk til þess.
Þetta kæmi til viðbótar við svonefndar vaxtabætur. Líklega vill hann hækka þessar bætur verulega.
Hægrimönnum er ævinlega sama hvaðan þeir fá peningana, bara að þeir fái þá frá öðrum.
Prófessor við HÍ varpar fram hugmynd um að komið yrði á fót Fjárfestingarsjóði íbúðarhúsnæðis til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu íbúð. Sjóðurinn myndi úthluta fastri upphæð til kaupanna og eiga í raun hlut í íbúðinni. Hlutnum yrði svo skilað
RUV.IS
Lækkar greiðslubyrði um allt að 30% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Athugasemdir
Ef Ragnar er íhaldsmaður þá er mjög einkennilegt að hann sé að leggja til samyrkjubúskap ríkis og einstaklinga. Þessi hugmynd mynnir mann nú bara á það sem tíðkaðist í austantjaldslöndum fyrir fall járntjaldsins.
Siggi (IP-tala skráð) 25.2.2016 kl. 22:26
Af 50-60 milljón króna íbúð tekur ríkið og sveitarfélagið 15 milljónir í ýmis gjöld og "ímyndaðan" kostnað. Aldrei skilið af hverju fólk, sem ákveður að leggja sveitarfélagi til hlut af sínum launum alla ævina, sættir sig við svona rassapot.
Ef ríkið og sveitarfélögin vilja styðja venjulegt fólk, þá ættu þau hinu sömu að hysja sig í brók, án refja, og hætta að líta á lóðasölu og skriffinsku sem tekjulind.
Sindri Karl Sigurðsson, 25.2.2016 kl. 23:13
Með þessari leið yrðu vaxtabætur líklega óþarfar þar sem greiðslubyrðin myndi lækka en á móti kemur að eignamyndun yrði hægari í skuldsettum kaupum.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2016 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.