Gæti verið óskastaða fyrir Hafnarfjörð

  • Ef álverið í Straumsvík lokaðist og ekki kæmi annar aðili sem tæki við rekstrinum
    *
  • Þetta fyrirtæki ber ábyrgð á því að svæðið sé algjörlega hreinsað

Myndi skapast ævintýraleg tækifæri til þróunnar byggðar fyrir Hafnafjörð sem myndi skapa fjölmörg atvinnutækifæri handan við þjóðveginn.

álver 2, starumsvík

Þá opnast eitt glæsilegasta byggingasvæðið á öllu stór- Hafnarfjarðarsvæðinu til skipulagningar.

Í fyrsta lagi myndi fasteignaverð hækka umtalsvert í suðurhluta Hafnarfjarðar því nærvera álversins með þessari stóru ljótu byggingu og köflóttu risastóru tönkum ásamt mikilli mengun er slíkt umhverfislýti að það heldur niðri fasteignaverði

Þá skapast samfelld sjávarströnd í átt að bæjarmörkunum við Vatnsleysuströnd þar sem væri möguleikar á blandaðri byggð með glæsilegu sérbýlishúshverfi með ströndinni í nútíma skipulagi og samkvæmt nútíma hugmyndum um skipulagsfræði.

Bara þessir byggðarmöguleikar breyta atvinnusvæðinu austan við þjóðveginn gjörsamlega og það yrði eftirsótt fyrir hverskonar dýrmætari iðnað er sækist eftir tengslum við almenning. Iðnaðarsvæði sem hefði nálægð við framtíðarflugvöll.

álver í straumi

Staðsetning álversins eins og það er nú er í engum takti við hugmyndir manna um staðsetningar á stórfyrirtækjum þar sem ferðaþjónusta er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin, grein sem skilar þjóðinni arði öfugt við það sem svona álver gerir.

Það er eiginlega engin von til þess, að eftirsótt verði að byggja álver á Íslandi um næstu framtíð. Því slíkur iðnaður getur ekki greitt viðunandi orkuverð á meðan kínverjar slíta sínu fólki út í kolamokstri og gefa álverum nánast ókeypis kola orku.

Einnig yrði hugað að því, að slík hús yrðu ekki áberandi í íslensku landslagi fyrir utan mengunarþáttinn. M.ö.o. staðsetning þessa iðjuvers er tímaskekkja.

 
 
 
 

mbl.is „Vona að menn fari að hittast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband