14.3.2016 | 22:01
Gömlu fordómarnir eru enn allsráðandi
- Gagnvart öllum þeim sem þurfa á eðlilegri aðstoð og mannúð að halda.
* - Þetta eru leyfar frá gömlu valdastéttinni á Íslandi.
Þegar kynslóð foreldra minna voru börn, þá voru ákveðin mansöl viðtekin vinnubrögð þegar eitthvað kom upp á eins og veikindi í fjölskyldum.
Með þeim afleiðingum að foreldrar gátu ekki annast framfærslu barna sinna. Það þýddi að fjölskyldur voru fluttar hreppaflutningum í fæðingarhrepp föðursins ef hann var annar en byggðarlagið sem hann var búandi í með fjölskyldu sinni.
Börnin voru þá boðin upp og jafnvel foreldrarnir einnig. Á nútímamáli væri það kallað sala á fólki, fjölskyldunni var þá gjarnan skipt upp og þau seld til þess fólks sem var tilbúið að taka við þeim fyrir minnsta meðlag úr hreppssjóði.
Alþekkt var að fermdar stúlkur voru sendar á bæi til ekkjumanna með fullt hús af börnum. Áður en langt um leið voru þessar barnungu stúlkur farnar að bera börn þessara karla undir belti. Þær voru auðvitað gjörsamlega varnarlausar í þessari ánauð sinni.
Aðrir úr þessum fjölskyldum voru gerðir að öðruvísi þrælum ekki ósvipað þessum konum frá Sri Lanka þótt ekki væru gíslar í bakgrunninum.
En vistarböndin sem var grundvöllur þessa þrælahalds fóra að rofna í upphafi 20. aldarinnar. Þetta fyrirkomulag eimir enn í íslensku samfélagi.
Þau voru ekki glæsileg hýbýli fólks í bændasamfélaginu á Íslandi í upphafi 20. aldar. Í þessum húsum fæddust og bjuggu forfeður mínir í æsku. Ég var í sveit í mörg sumur og þá alltaf í torfbæjum. En þeir litu miklu betur út en þessi kot, þar var á mikill kynslóðamunur.
Það er alveg augljóst, að fjöldi fólks í Vík vissi hvað var gerast hjá þessum undirverkataka Icewear sem keypti prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal árið 2012. Svona starfsemi er erfitt að leyna.
En hvernig farið er með fólk á Íslandi sem lendir í svona aðstæðum er auðvitað til skammar. Nútíma mansalsmál á Íslandi urðu áberandi þegar menn ráku hér hóruhúsin um árabil. Engin veit hvað varð um þær erlendu konur sem þar þræluðu á bakinu.
Þá var augljóst að margir þeirra manna sem störfuðu hjá hinum og þessum erlendum verktökum við Kárahnjúkavirkjun voru í raun þrælar.
En þá starfsemi mátti auðvitað ekki trufla. Þar var greinilega við stjórnvöld að sakast. Það sama má segja um hundruði byggingaverkamanna sem fylltu borgina árin fyrir hrun.
Það er nú á síðustu misserum sem opinberir aðilar fara að rumska á Íslandi um að í landinu sé í gangi þrælahald með fólki sem selt hefur verið mannsali hingað og þangað úr veröldinni.
Það er ljóst að við íslendingar erum afar vanþróaðir í svona glæpamálum og einnig allt réttar-og dómskerfið og stuðningskerfið hefur ekki verið virkjað vegna pólitískra fordóma.
Þá ætti að vera ljóst að það eru gíslar á bak við öll svona mál. Í gíslingu eru jafnan í heimalandi þessa fólks foreldrar, makar og eða börn viðkomandi þolenda, sem sitja undir alvarlegum hótunum, jafnvel morðhótunum ef þrællinn skapar glæponum ekki tekjur.
En á Íslandi grassera landlægir fordómar gegn erlendu fólki hingað komið í einhverri ánauð og einkum ef það er með annað litarhaft en ljóshærðir íslendingar.
Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur vill kannast við það nú, að vilja styðja við mansal hvers konar og yfirvöld eru rétt að byrja að læra á þennan óþverra. En samt eru sumir flokkar mjög tregir í taumi
Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar lagabætur, en pólitísk stjórnvöld nú standa samt sem staðir asnar á móti eðlilegri mannúð.
Það sama á við um þessa dagpeninga sem eru reyndar sambærilegir við það sem aðrir fá sem eru t.d. á hjúkrunarheimilum eða í öðrum vistum á Íslandi. Það vissulega ekki falleg staðreynd.
Farið úr öskunni í eldinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Athugasemdir
Síðan hvenær segja lögfræðingar satt og rétt frá?
Logi (IP-tala skráð) 15.3.2016 kl. 01:54
Sæll Kristbjörn,
Ömmubróðir minn missti konu sína þegar hann var ungur maður. Þau áttu nokkur börn á ýmsum aldri frá nokkurra mánaða upp í 10 ára eða svo. Þá var ekki talið mögulegt fyrir karlmenn að ala upp börn svo þau voru tekin og sett í fóstur án þess að hann kæmi þar nálægt. Á rúmri viku missti hann alla fjölskylduna frá sér! Sem betur fór þá lentu börnin hjá góðum fjölskyldum og sum barnanna voru nærri svo hann fékk amk að fylgjast með þeim á uppvaxtarárunum. Þetta var, eins og nærri má geta, mikið áfall fyrir hann. Þetta voru "gömlu, góðu" dagarnir, sem voru ekki endilega svo góðir!
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 15.3.2016 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.