Að skapa fórnarlömb

  • Er sérgrein stjórnmálamanna þegar þeir eru í vonlausri vörn.

    Oftast eru þeir sjálfir fórnarlömbin eða einhver þeim nákominn.

Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn ráðist að mönnum persónulega,  öll þau 55 ár  sem ég hef fylgst með stórnmálamönnum, hefur þetta verið siður þeirra. 

sigmundur davíð 1

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa ekki verið eftirbátar annarra í svona vinnubrögðum. Ég geri ráð fyrir því að Sigmundur Davíð hafi til þessa notað samskonar vinnubrögð.

  • Það er hreinn út úr snúningur og hræsni að láta líta svo út,  að gagnrýni Björns Vals  á vinnubrögð forsætisráðherrans hafi verið árás á konu ráðherrans.
    *
  • Þessi orð eru tilkominn vegna orða og áróðurs Sigmundar Davíðs  eftir hrunið sem nýttist honum og Framsóknarflokknum í kosningunum.
    *
  • En kona hans hefur aldrei verið í pólitískri umræðu og því á hún ekki að bera pólitíska ábyrgð.

Ef einhver er að leggjast lágt núna, finnst mér það vera ráðherrann sjálfur. Mér finnst hann vera að varpa þessari pólitísku ábyrgð sem hann á að bera yfir á konuna. 

Nú hefur verið varpað ljósi á það á Alþingi hversu holur hljómur Sigmundar Davíðs var fyrir síðustu kosningar og nú hefur komið í ljós hversu góða eiginkonu ráðherrann á.

„Skömmu eftir hrunið benti ég á að ríkið ætti að eignast kröfurnar á bankana á meðan þær væru einskis metnar. Sú varð ekki raunin“. Segir Sigmundur Davíð.

Með þessum orðum er hann auðvitað að hjóla í Sjálfstæðisflokkinn sem stjórnaði því að öllum innistæðueigendum voru greiddar út allar innistæður sínar.

Er þýddi Innistæðutryggingasjóðurinn greiddi út öllum innistæðueigendum í bönkunum langt umfram skyldur sjóðsins. Það var auðvitað nokkuð sem lenti á almenningi.

Allir sjóðir þjóðarinnar tæmdust og þjóðin átti ekki fyrir lyfjum og eldsneyti á bíla og fiskiskip.

Ríkissjóður eða launamenn á Íslandi sem eru hinir raunverulegu skattgreiðendur höfðu aldrei bolmagn til að kaupa kröfurnar á bankanna, einnig er eðlilegt að taka fram að ríkissjóður tekur auðvitað ekki þátt í slíku braski. Þetta vissi Sigmundur Davíð auðvitað allt um.

Hið íslenska hugtak „hrægammar“ tók  Sigmundur Davíð upp sjálfur og félagar hans í áróðri sínum.  Á þeim tíma náði það yfir alla þá sem gerðu kröfur á bankanna. Þeirri merkingu verður ekki skyndilega breytt nú þótt það henti.

Slíkar kröfur voru auðvitað í flestum tilfellum eðlilegar. Bankarnir skulduðu þessum aðilum þetta fé.


mbl.is „Nokkur orð um eiginkonu mína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

18. MARS 2016KL. 12:20

 

Jóhann Páll Jóhannsson

skrifar

 

Stóra málið hans Sigmundar í pólitík undanfarin ár hefur snúið að uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna og því hvernig meðhöndla skuli kröfuhafa. Sem forsætisráðherra hefur hann leikið lykilhlutverk í ferlinu. Til þess var hann kosinn.

Oft hefur Sigmundur verið sakaður um vanefndir. Þegar samkomulag um stöðugleikaframlag lá fyrir síðasta sumar kom mörgum á óvart ánægðir kröfuhafar slitabúanna virtust vera. „Er það vegna þess að íslenska ríkið samdi af sér?“ var spurt. Og á endanum fannst vinum Sigmundar í InDefence-samtökunum að kröfuhöfum hefði verið sýnd full mikil linkind. 

Nú liggur fyrir að allan þann tíma sem slitameðferð bankanna stóð yfir hefur Sigmundur Davíð átt stórkostlegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af afdrifum málsins. Valið milli ólíkra leiða snerti fjárhag Sigmundar og eiginkonu hans með beinum hætti. Sú ákvörðun að semja við kröfuhafa um greiðslu stöðugleikaframlags, í stað þess að láta stöðugleikaskatt nægja, munar milljónum í heimilisbókhaldinu. Sigmundur hafði óteljandi tækifæri til að upplýsa um þennan æpandi hagsmunaárekstur en kaus að gera það ekki. 

Ef legið hefði fyrir, í aðdraganda þingkosninganna 2013, að eiginkona Sigmundar Davíðs var kröfuhafi í þrotabú föllnu bankanna upp á mörghundruð milljónir króna í gegnum skattaskjólsfélag á Bresku jómfrúareyjunum – hefði Framsóknarfokkurinn þá unnið kosningasigur og Sigmundur Davíð orðið forsætisráðherra Íslands? Ef svarið er nei, þá má velta því fyrir sér hvort forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs hafi kannski allt frá upphafi verið einn allsherjar forsendubrestur.

Kristbjörn Árnason, 18.3.2016 kl. 14:02

2 Smámynd: Landfari

Það er nokkuð ljóst af skrfum þínum Kristbjörn Árnason að þú skilur engan vegin um hvað málið snýst.

Hrægammar var ekki hugtak yfir alla sem áttu kröfur í þrotabú gömlu bankanna, langt í frá. Þeir voru nær allir fórnanrlömb hrunsins eins og margur almenningur.

Hrægammar var hugtak yfir þá sem keyptu afskrifaðar kröfur fyrir lítið fé en lögðu mikinn þunga í að rukka þær inn á fullu verði af misvel stæðum almenningi og fyrirtækjum.

Það er algerlega nýtt í umræðunni að tala um almenna kröfuhafa eins og t.d. lífeyrissjóðina sem hrægamma og er skilgreiningunni augljóslega breytt í pólitískum tilgangi.

Einnig er að alveg út úr korti hjá þér að tala um að innistæðusjóðurinn hafi greitt innistæðueigendum eitthvað mera en honum bar. Það sem neyðarlögin berðu var að breyta innistæðum í forgangskröfur og þess vegna voru þær allar greiddar út á kostnað almennra kröfuhafa (ekki innistæðusjóðsins)sem voru m.a. eiginkona forsætisráðherra, lífeyrissjóðir, erlendir bankar og hrægammar samkvæmt upphaflegu skilgreiningunni. Af þessum hópi voru náttúrurlega erlendir bankar og hrægammar langstærstu aðilarnir.

Landfari, 18.3.2016 kl. 14:55

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það var þak á þeim greiðslum sem innistæðusjóðunum bar að ábyrgjast að hámarki. Sú upphæð var við hrun nálægt 20800 evrur. Fyrir hrunið var gengi evrunar nálægt 150 - 170 krónum. Þannig sjóðurinn þurfti ekki að ábyrgjast hærri upphæð það hefur verið rúmar 3,2 - 4 milljónir fyrir hrun en við gengisfallið hækkaði þessi upphæð samsvarandi. 

Með neyðarlögunum var ákveðið að ábyrgjast allar innistæður og það var ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar. Það var eitt megin ágreinisefnið við ESB því regluverk ESB gerði ráð fyrir að allir viðskiptamenn einhvers fyrirtækis skulu njóta sama réttar sama hvar búa í ESB eða á efnhagssvæði þess. Síðan breytti EFTA-dómurinn þessu og Ísland slapp.Þetta var ég að segja, en reglur um innistæðusjóðina eru ákveðnar af ESB 

Löngu síðar voru teknar upp umræður innan ESB  um það að hækka þessa upphæð upp í 100 000. Þessar innistæðutryggingar sem eru mikilvæg neytendavernd voru ætíð hugsaðar fyrir almenning en ekki fyrir fjárfesta. 

Ég er hræddur um að fyrirbærið hrægammar hafi verið túlkað með ýmsum hætti af almenningi. En það má vel rétt að þetta hafi verið meiningin en umræðan var aðeins öðru vísi. 

Innistæðutryggingar áttu ekki að tryggja aðrar skuldir bankanna. 


Kristbjörn Árnason, 18.3.2016 kl. 15:17

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Með neyðarlögunum var ákveðið að ábyrgjast allar innistæður..."

Þetta er einfaldlega rangt, þar sem ekkert slíkt kemur fram í umræddum lögum: http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.125.html

Það sem þau lög fólu í sér var að tryggja það innstæðukröfur nytu forgangs við uppgjör slitabúanna, sem þær og gerðu. Stjórnvöld lýstu aldrei yfir ríkisábyrgð á innstæðum, heldur að þær væru tryggðar, sem þær voru (af tryggingasjóði innstæðueigenda en ekki ríkissjóði). Með neyðarlögunum var tryggt að sjá sjóður myndi eiga fyrir tryggingunni, sem hann og gerði, að minnsta kosti upp að því marki sem á reyndi. Bein ríkisábyrgð á innstæðutryggingum er hinsvegar bönnuð samkvæmt tilskipun ESB og EES um innstæðutryggingar, en þeir sem brutu gegn þeirri reglu voru Bretar og Hollendingar.

Umræða um þessi mál væri mun gagnlegri ef hún byggðist á staðreyndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 16:19

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég sé ekki muninn á þessu Guðmundur.

Samkvæmt EES átti ríkisvaldið að sjá til þess að í landinu væri starfandi innistæðutryggingasjóður samkvæmt regluverki ríkjasambandsins. Sá sjóður hafði ekki verið stofnaður 2008 (þú leiðréttir mig ef þetta er rangt) Stjórnvöld upplýstu að í þessum sjóði ætti að vera 19 milljarðar ef allt hefði verið með felldu. M.ö.o. bankarnir áttu í raun ekki að fá starfsleyfi nema að þessi sjóður væri virkur.

En það sem ég skil ekki Guðmundur, hvers vegna að innistæðurnar voru greiddar út strax að ef ríkisvaldið ætlaði aðeins að tryggja það að innistæðurnar nytu forgangs við uppgjör slitabúanna (hver er munurinn á ríkisábyrgð og að ríkisvaldið tryggði það að innistæðutryggingasjóðurinn ætti fyrir innistæðunum og greiddi út þetta fé.) Er það ekki örugglega rétt munað hjá mér að hér aðeins átt við innistæður íslendinga sem áttu innistæður í útibúum staðsettum á Íslandi. 

ég er út af fyrir sammála um þetta, en mér sýnist þetta vera hreinn orðaleikur

Kristbjörn Árnason, 18.3.2016 kl. 18:03

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristbjörn: "ég sé ekki muninn á þessu Guðmundur"

Nákvæmlega og í því liggur einmitt skilningsvandinn. Þú ert þó ekki einn um það, því fjölmargir aðrir virðast ekki hafa getað gert þennan greinarmun. Þar á meðal síðasta ríkisstjórn.

"Samkvæmt EES átti ríkisvaldið að sjá til þess að í landinu væri starfandi innistæðutryggingasjóður samkvæmt regluverki ríkjasambandsins."

Sem það gerði og uppfyllti þannig þá skyldu sína sem leiðir af tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi.

"Sá sjóður hafði ekki verið stofnaður 2008 (þú leiðréttir mig ef þetta er rangt)"

Alveg sjálfsagt að leiðrétta það. Eins og fram kemur á heimasíðu tryggingasjóðsins var hann stofnaður 28. desember 1999 á grundvelli laga nr. 98/1999 sem innleiddu tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi. Sjáðu til, þessar upplýsingar eru nefninlega auðveldlega aðgengilegar öllum sem vilja kynna sér málið, sem ég mæli eindregið með því að gera: http://www.tif.is

"Stjórnvöld upplýstu að í þessum sjóði ætti að vera 19 milljarðar ef allt hefði verið með felldu. M.ö.o. bankarnir áttu í raun ekki að fá starfsleyfi nema að þessi sjóður væri virkur."

Það voru 20 milljarðar í sjóðnum þegar bankarnir hrundu, þ.e.a.s. þau iðgjöld sem bankarnir höfðu greitt til hans frá því hann var stofnaður. Sú fjárhæð var greidd út í fyrra vegna Icesave, og við það eignaðist sjóðurinn endurkröfu á slitabú gamla Landsbankans. Sambærilegir sjóðir voru til staðar áður, einn fyrir bankana og annar fyrir sparisjóðina, og störfuðu á grundvelli eldri laga um viðskiptabanka og sparisjóði frá 1996. Þar sem slíkur tryggingasjóður var til staðar allan tímann, stóðu slík skilyrði aldrei í vegi fyrir því að bankarnir fengju starfsleyfi.

"... hvers vegna að innistæðurnar voru greiddar út strax að ef ríkisvaldið ætlaði aðeins að tryggja það að innistæðurnar nytu forgangs við uppgjör slitabúanna"

Þarna kemur fram annar misskilningur hjá þér. Það voru aldrei neinar innstæður greiddar út. Með því að veita kröfum vegna innstæðna forgang í slitabúin var gert kleift að flytja innstæðurnar yfir í nýja banka sem áttu eignir á móti þeim (forgangskröfurnar vegna innstæðnanna). Þannig var um leið komið í veg fyrir að reyndi nokkurntíma á greiðsluskyldu tryggingasjóðsins. Þetta er sama aðferð og bandaríski innstæðutryggingasjóðurinn (FDIC) hefur beitt með góðum árangri frá því hann var stofnaður árið 1933 í kjölfar heimskreppunnar miklu.

"(hver er munurinn á ríkisábyrgð og að ríkisvaldið tryggði það að innistæðutryggingasjóðurinn ætti fyrir innistæðunum og greiddi út þetta fé.)"

Munurinn er sá að það fyrrnefnda er bannað, en það síðarnefnda leyfilegt. Ríkissjóður er fjármagnaður af skattgreiðendum en tryggingasjóðurinn af bönkunum sjálfum svo sem vera ber.

"Er það ekki örugglega rétt munað hjá mér að hér aðeins átt við innistæður íslendinga sem áttu innistæður í útibúum staðsettum á Íslandi."

Nei, hér er átt við allar innstæður í útibúum staðsettum á Íslandi, alveg óháð þjóðerni hvers og eins innstæðueiganda. Þær urðu aldrei óaðgengilegar heldur voru aðgengilegar allan tímann, einmitt vegna þess að hægt var að flytja þær yfir í nýja og starfhæfa banka. Einu innstæðurnar sem urðu óaðgengilegar voru þær sem lagðar höfðu verið inn í útibú erlendis (aðallega Icesave), en eignir á móti þeim var ekki hægt að flytja í nýja banka vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf til að frysta þær (ásamt öllum eignum íslenska ríkisins, þ.m.t. gullforða seðlabankans).

"ég er út af fyrir sammála um þetta, en mér sýnist þetta vera hreinn orðaleikur"

Það er gott að þú sért sammála um þetta. Hinsvegar er þetta alls enginn orðaleikur, því þegar lög eru annars vegar skipta orðin og orðalagið öllu máli. Alvarleiki málsins sést best á því að ef sett hefði verið formleg ríkisábyrgð á innstæðurnar hefði íslenska ríkið orðið gjaldþrota ásamt því að gerast brotlegt við EES-samninginn (rétt eins og Bretar og Hollendingar brutu hann þegar þeir gerðu slíkt hið sama). Með því að gera það ekki virti Ísland hinsvegar reglur EES, eins og dómur EFTA-dómstólsins staðfesti svo á endanum að það hefði gert.

Ef það er eitthvað fleira við þetta sem vefst fyrir þér, þá er sjálfsagt að veita þér allar nauðsynlegar skýringar.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 20:03

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er of flókið bull, til að ég geti skilið um hvað raunverulega umdeilda málið snýst!

Fjölmiðla-Páfa-púkapípurnar hafa tapað öllu trausti, vegna meðvirkninnar mútuðu/hótuðu/svikulu!

Og þá er bara eitt ráð eftir. Það er að hlusta á sína eigin sönnu og frjálst bornu sannleikans innbyggðu sál hér á jörðu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2016 kl. 20:09

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Takk fyrir Guðmundur þetta virðist mér vera rétt, ég veit þar sem ég lagðist lestur áðan. Samt er þarna smá orðaleikur sem ekki skiptir máli. Sjóðurinn hóf störf árið 2000 sem átti að hefja störf 1994 væntanlega.  

En svona er hægt að vaða reyk er maður treystir á umræðuna. Ég skoðaði skýrslu Rannsóknarnefndar um þessi atriði. Þar kemur fram þeirra skýring á því hvernig þetta gerðist og að regluverkið stóðst ekki þegar bankarnir fóru að fá gríðarlegt fjármagn erlendis. Eins og t.d. Landsbankinn opnaði innlánsreikningana frægu. Icesave. 

Kristbjörn Árnason, 18.3.2016 kl. 20:19

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Anna Sigríður. Vissulega er þetta dálítið flókið, en það liggur í hlutarins eðli (bankastarfsemi) að fela það sem fram fer á bak við flækjustig sem almúganum er ekki ætlað að skilja.

Ég skal hinsvegar gera heiðarlega tilraun til að draga þetta saman fyrir þig í eins mikla einföldun og ég held að sé hægt:

Ríkissjóður: Peningarnir í honum koma frá skattgreiðendum (fólki eins og mér og þér). Fé sem rennur úr ríkissjóði er því almannafé og ríkisábyrgð er fjárhagsleg áhætta almennings.

Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta: Sjálfseignarstofnun sem er fjármögnuð af bönkunum sjálfum og er því ekki á áhættu ríkissjóðs (skattgreiðenda/almennings).

Reglur um innstæðutryggingar: Leggja bann við ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga á innstæðutryggingum, kveða þess í stað á um að innstæður skuli vera fjármagnaðar af bönkunum sjálfum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 20:28

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristbjörn. Það má deila um hvað sé orðaleikur og hvað ekki, en það er eins og keisarans skegg, og hér er ekki þörf á slíku.

Þegar öllu er á botninn hvolft snerist þetta í raun bara um þessa einföldu setningu hér, úr 3. gr. tilskipunarinnar:

"- kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun," [þ.e. innstæðutryggingakerfið má ekki vera byggt á ríkisábyrgð]

Þetta endurspeglast svo í þessari einföldu setningu hér úr 2. gr. laga nr. 98/1999 um innstæðutryggingar: "Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun." [þ.e. tryggingasjóðurinn]

Þar sem sjóðurinn er sjálfseignarstofnun ber ríkið enga fjárhagslega ábyrgð á honum, enda er það bannað samkvæmt tilskipuninni. Ríkisaðstoð við fyrirtæki í samkeppnisrekstri er líka almennt bönnuð samkvæmt samkeppnisreglum EES-samningsins. Þetta er enginn orðaleikur, því þessi orð eru alveg skýr og hafa öll vel skilgreinda og lögfræðilega merkingu.

Varðandi þessa spurningu: "Sjóðurinn hóf störf árið 2000 sem átti að hefja störf 1994 væntanlega."

Svo sem fyrr sagði voru áður starfandi innstæðutryggingasjóðir banka og sparisjóða samkvæmt eldri lögum frá a.m.k. 1996, og þeir áttu rætur að rekja til þess eldra fyrirkomulags sem var við lýði þegar gömlu bankarnir voru enn í eigu ríkisins. Breytingarnar á kerfinu voru gerðar á árunum í kjölfarið og sett ný sérstök lög umm innstæðutryggingar, sem tóku gildi í ársbyrjun 2000. Með þeim var Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta settur á fót sem sjálfseignarstofnun. Það tók þennan tíma að færa allt íslenska kerfið til samræmis við EES-reglurnar, en tókst á endanum og síðan þá hefur þetta verið í samræmið við reglurnar. Það er ekki óalgengt að svona umfangsmikil innleiðing taki nokkur ár.

Eins og þú bendir á kom fram í rannsóknarskýrslunni að regluverkið hafi ekki staðist. Það má segja að nokkuð sé til í því, þar sem starfsemi banka þvert á landamæri vekur upp margar erfiðar spurningar um hver fari með lögsöguna. Í því samhengi má nefna að Landsbankinn hafði reyndar keypt sér viðbótartryggingu hjá breska tryggingasjóðnum sem er sambærilegur þeim íslenska. Bretar vildu hinsvegar ekki leyfa honum að greiða út vegna Icesave jafnvel þó að tryggingin væri gild, og beittu til þess beinlínis viðskiptaþvingunum eins og um óvinaríki væri að ræða. Sú ákvörðun reyndist þeim afdrifarík því þannig frömdu þeir fyrsta brotið gegn tilskipuninni, með því að svipta innstæðueigendur þeirri vernd sem þeir áttu rétt á af hálfu breska tryggingasjóðsins. Við það hrundi traust á breska bankakerfinu sem riðaði til falls, en til að bjarga því ákváðu bresk stjórnvöld að setja ríkisábyrgð á innstæður á Bretlandi, og frömdu með því annað brotið gegn tilskipuninni. Þar sem þeir voru þá búnir að frysta eignir Landsbankans var ómögulegt að ganga að þeim til að fjármagna útgreiðslu vegna Icesave og breski tryggingasjóðurinn var galtómur, svo eina ráðið sem stóð eftir þá var að efna ríkisábyrgðina og greiða innstæðueigendum úr ríkissjóði Bretlands, en með því frömdu þeir þriðja brotið. Hollendingar fylgdu svo fordæmi Bretanna og urðu þannig meðsekir um samskonar brot. Þannig má segja að regluverkið hafi brugðist, en aðallega vegna þess að Evrópusambandsríkin sjálf voru ekki að fara eftir reglum regluverksins. Hefðu þau hinsvegar gert það og leyft gangverki markaðarins að ganga sinn rétta gang eftir settum reglum, þá hefði þetta Icesave dæmi aldrei þurft að verða að neinu sérstöku deilumáli.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 21:21

11 Smámynd: Kristbjörn Árnason

eitt atriði varðandi ríkisábyrgð er, samkvæmt mínum skilningi átti að stofna innistæðutryggingasjóð um leið og Íslands gerðist aðili að þessum EES samningi. Eða 1994 sem er fyrsta heila árið sem þjóðin er aðili að þessum samningi. Sjóðurinn er ekki stofnaður fyrr en í desember 1998 og tekur til starfa árið 2000. En t.d. almenningshlutafélag um rekstur Landsbanka Íslands er stofnað 1998 og er í einkareksturferli í nær fjögur ár.

Fyrir þann tíma voru vissulega í rekstri fjármálafyrirtæki sem hefðu getað farið illa. Þá hefði e.t.v. getað skapast viss ríkisábyrgð þar sem sjóðurinn var ekki kominn á koppinn. Það var í abyrgð rikisvaldsins að tryggja það að innistæðutryggingasjóður væri starfandi eftir EES aðildina 1993

Kristbjörn Árnason, 18.3.2016 kl. 21:28

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur minn. Takk fyrir þína heiðarlegu tilraun til að útskýra stóru málin fyrir mér. Ég er bara enn á sama stað, og skil hvorki upp né niður í þessum banka-blekkingarleik?

Vit mitt, skilningur, og almættisins gefna viska er ekki meiri en almættið algóða gefur mér, hvern þann dag sem almættið leyfir mér að vakna í þessari jarðlífsvídd.

En við erum nú stundum skilnings-sálartengd á einhvern ó-útskýranlegan hátt, Guðmundur minn :).

Ekki kann ég að útskýra það neitt betur hér. Ekki frekar en svo margt annað ó-skýranlegt og ó-umrætt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2016 kl. 22:29

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristjbörn. Það má vissulega halda því fram að íslenska stjórnkerfið hafi verið eftir á með innleiðinguna eins og í svo mörgum öðrum tilfellum. Það breytir því þó ekki að þegar Icesave-deilan kom upp haustið 2008 var löngu búið að koma sjóðnum á fót og innleiða allt regluverkið í kringum hann, með fullnægjandi hætti eins og EFTA-dómstóllinn staðfesti svo þegar á það reyndi.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2016 kl. 15:14

14 Smámynd: Landfari

Þú segir Guðmundur "Það sem þau lög fólu í sér var að tryggja það innstæðukröfur nytu forgangs við uppgjör slitabúanna, sem þær og gerðu. Stjórnvöld lýstu aldrei yfir ríkisábyrgð á innstæðum, heldur að þær væru tryggðar, sem þær voru (af tryggingasjóði innstæðueigenda en ekki ríkissjóði)."

Þetta er einfaldlega ekki rétt. Í ávarpi forsætisráðherra er ekkert minnnst á ínnistæðutryggingasjóð heldur talað um rískissjóð sem muni sjá til þess að innistæður skili sér að fullu.

Enda var það ekki sjálfgefið að þó innistæður yrðu forgangskröfur myndu þær allar innheimtast. Þess vegna varð nú þessi rimma um Icesave því ríkið vildi ekki ábyrjgjast þær innistæður. Innistæðutryggingsjóður greiddi Bretum og Hollendingum það sem hann var ábyrgur fyrir en restina greiddi þrotabúið en ekki sjóðurinn það ég fæ best séð af fréttum af málinu.

Þversögnin í þessu er sú að ESB gerði kröfu um að rískissjóður ábyrgðist innistæður með beinum eða óbeinum hætti þó það væri bannað samkvæmt þeirra eigin reglum.

Landfari, 29.3.2016 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband