Hann á að segja af sér gjaldkerahlutverkinu og það strax.

  • Einhver Samfylkingarmaður segir að þetta séu svo gömul sannindi,

    að það sé eins og gamalt smjör sem farið er að þrána.

En smjör er það engu að síður, en það var hið íslenska smjör ævinlega nema þá helst á borðum heldra fólks. 

Það var ævinlega farið að þrána það sem sauðsvartir neyttu og það bragð þekki ég mæta vel enda alinn upp á mjög fátæki heimili.

Vilhjálmur á auðvitað að segja af sér þessu embætti innan Samfylkingarinnar. Minnugur orða formannsins í vikunni.

„Ég veit ekki til þess að neinn trúnaðarmaður í Sam­fylk­ing­unni sé í þeim aðstæðum. En það ligg­ur í aug­um uppi að slíkt er ekki sam­rýman­legt trúnaðar­störf­um fyr­ir Sam­fylk­ing­una,“

seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is spurður að því hvort hann viti til þess að áhrifamaður inn­an flokks­ins teng­ist fé­lög­um í skatta­skjól­um. Sam­fylk­ing­in hafi tekið skýra af­stöðu gegn skatta­skjól­um eins og syst­ur­flokk­ar henn­ar er­lend­is.

Það bannar auðvitað enginn, að hann bjóði sig fram aftur til ábyrgðastarfa í þessum flokki.

Vert að rifja það upp, að Vilhjálmur hefur verið mjög virkur í umræðunni um hrunbankana og núverandi banka einnig. Þá var hann einnig mjög virkur í umræðunni um Icesave ef ég man rétt. Þessi frétt, setur auðvitað alla hans umræðu í annað samhengi.

Einhver kann að segja að mér komi þetta ekki við þar sem ég er ekki félagsmaður í Samfylkingunni. En ég barðist fyrir stofnun þessa flokks árum saman.

  • Vilhjálmur er auðvitað í trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna, hann er gjaldkeri. Gjörningur hans er samkonar og ef hann væri alþingismaður eða ráðherra. Væntanlega hafa flokksmenn ekki vitað um þessar kúnstir hans.
    *
  • En ef flokksmenn hafi vitað þetta er siðvitund flokksmanna eithvað í ólagi. Þá væri formaður flokksins að segja ósatt þegar sagðist ekki vita um nein slík tengsl hjá flokksfólki í trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna.
    *
  • ,,Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig". (Mattheus)

En hætti auðvitað að styðja flokkinn þegar Ingibjörg Sólrún valdist þar til forystu. Hún var ekki þess konar vinstrimaður sem mér þóknaðist.

Einnig brást hún kjósendum sínum þegar hún stökk upp í hjá Geir forðum daga. Það hallærislegasta var þegar hún treysti sér ekki til að láta ,,Landsdóm " skoða sín mál. Þ.a.l. hefur hún ekki verið sýknuð af ásökunum rannsóknarnefndar Alþingis.

Þetta var eiginlega útslagið með Samfylknguna og ESB trúarbrögðin

 
Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar, upplýsir á facebook síðu sinni að hann eigi félag í Lúxemborg. Það gerir hann í samhengi við fréttir af aflandsfélögum sem tengst hafa þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
RUV.IS
 

mbl.is Vilhjálmur svari fyrir sitt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband