Svar ráðherra ber vott um siðleysi hans finnst mér.

Gjörningur Bjarna er sá sami hvort sem hann græddi eða tapaði.

Málið snýst ekki um krónur og aura, heldur um siðferði

  • Því er hollt að lesa hugrenningar Salvöru Nordal forstöðumanns Siðfræðistofnunar. 

Salvör Nordal

Á fésbókarsíðu Hennar segir samkvæmt grein í Fréttablaðinu í morgun:

,,Heilræði frá Siðfræðistofnun

Málefni stjórnmálamanna og aflandsfélaga hafa verið efst á baugi í íslenskri þjóðmálaumræðu undanfarna daga.

Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur þetta að segja á Facebook í kjölfar fregna af tengslum fjármálaráðherra og innanríkisráðherra við aflandsfélög.

„Þetta mál sem er að verða ansi þvælið snýst, eins og raunar mörg önnur sem hafa komið upp á síðustu misserum í stjórnmálum og viðskiptalífinu, á endanum um það hvort takist að byggja upp traust í kjölfar bankahrunsins.“

Sannleikskorn er í orðum Salvarar en fregnir af tengslum ráðherranna hafa í hugum margra ekkert með lög eða lögmæti að gera heldur traust við kjósendur".

Þess ber að gæta, að Salvör er systir innanríkisráðherrans.

  • Ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða að hætta þessum barnalátum.
    *
  • Nú er tækifærið til að taka á þessum málum er snerta upplýsingaskyldur allra stjórnmálamanna sem eru i framboði til Alþingis og sveitastjórna og líklegir eru til þess að hljóta kosningu.
    *
  • Þarna geta ráðherrar ásamt alþingismönnum í öllum flokkum gengið í verkið og best væri að slíkar reglur fylgdu stjórnarskrá.


Einnig að sama upplýsingaskylda hvíli á öllum embættismönnum og helstu starfsmönnum ríkisins ásamt þeim sem starfa að áhrifaríkum verkefnum fyrir stjórnvöld. 

Það er nauðsynlegt að kjósendur þekki bakgrunn þeirra sem bjóða sig fram í kosningum og eða eru ráðnir til opinberra starfa og verkefna.


mbl.is Bjarni: Græddi ekki á staðsetningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var ekki þegar á allra vitorði að BjarN1 hefði verið viðriðinn ýmsa vafasama viðskiptavafninga hér áður fyrr?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2016 kl. 20:57

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Auðvitað höfum við heyrt ýmsar sögur, þótt ég vilji ekki vera dómari í hans málum.

En auðvitað snýst þetta mál ekki um krónur og aura.Þv´síður um skattamál því trúi því að öll slík mál séu í 100% lagi hjá Bjarna. Þetta er fyrst fremst spurning um siðgæði. Því miður, að þá má reikna með því að svona dæmi megi finna í öllum flokkum.  Þetta er eitthvað sem verður að takast á við. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið tæki færi sem er að koma til móts við stjórnaranstöðuna til að skapa eðlilegar siðareglur fyrir stjórnmálamenn og embættismenn.

Kristbjörn Árnason, 30.3.2016 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband