8.4.2016 | 16:20
Ísland á að vera lýðveldi og Alþingi á að starfa í umboði þess
- Þótt kosið sé til 4 ára, hlýtur þjóðin að geta gripið í taumana þegar hún telur það nauðsynlegt.
* - ég trúi því vart að fjármálaráðherran hafi sagt þetta:
* - að um það væri tekist hvort "lýðræðið yrði virkjað" núna, eða í september /október.
Ég vissi ekki betur en að á Íslandi ætti alltaf að vera lýðræði. Það væri grunnurinn. Þótt kosið sé til Alþingis og þar eigi að ríkja þingræði að þá sé það gert í umboði þjóðarinnar, þ.e.a.s. lýðræðis.
Ef þjóðin vill taka í taumana hvenær sem það er, sé það lýðræðið sem ræður en ekki vafasamur ráðherra sem er að reyna að bjarga eigin skinni.
Einnig hefur komið fram í skoðanakönnunum að nær 70% svarenda þar á bæ vilji að Bjarni hætti störfum sem ráðherra.
Kanski að stjórnmálafræðingurinn hér í trossunni hafi eitthvað um þetta að segja.
Hefðbundinn ágreiningur á þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.