8.4.2016 | 18:38
Þetta er merki um siðleysi
- Eitt er að hrökklast frá völdum fyrir siðleysi eins Sigmundur Davíð varð að gera fyrir alvarlegt atferli er hörmung.
* - En hitt er enn alvarlegra sem er, að maðurinn sýnir enga iðrun. Hann biðst ekki afsökunar hann bara grettir sig framan í þjóðina.
Þetta er ráðherrann sem lét sig hafa það að lesa upp passíusálmanna. Er fjallar um píslarsögu Jesú, er lýsir því hvernig grimmileg yfirvöld í föðurlandi hans drápu hann fyrir það eitt að segja sínar skoðanir.
Gagnrýni hans á framkvæmd gyðingdómsins var ekki síst gagnrýni á það hvernig yfirvöld gyðinga notuðu trúarbrögð til að kúga fólkið í landinu.
Þetta er eitt skýrasta dæmið sem við eigum úr fortíðinni um spillingu. Svona spilling þrífst enn. Þessi fyrrverandi ráðherra er auðvitað opinber fulltrúi fyrir spillingu á Íslandi.
En sálmurinn lýsir einnig þeim aðstæðum sem skáldið bjó við í lífi sínu. Fólk á Íslandi bjó við ekki ósvipaðar aðstæður hér á Íslandi fram á 20.öldina. Á sama tíma baðaði yfirstéttin sig í auðævum sínum.
En forystumaður stjórnarinnar, fjármálaráðherra er í svipaðri stöðu en hefur tekist betur að leyna því hvernig hans málum er háttað í skattaskjólum. Í blöðum er verið að lýsa hans viðskiptaháttum.
Það er enginn aðili með peninga í skattaskjólum að ástæðulausu. Forðum sögðu hægrimenn að peningar ættu að vinna fyrir sér og þess vegna hafa menn peninga í skattaskjólum.
Engin leið er að rekja skatta á viðkomandi til þessara aflandseyja samkv. skattrannsóknastjóra. Hvað þeir segja sjálfir er markleysa.
En þetta fólk er að koma fé sínu í gjaldeyri og frá ísl krónu. Síðan er það tapið fyrir þjóðina auk skattanna- að féð fer út úr íslensku hagkerfi og nýtist þjóðinni ekkert t.d í útlánum og fl.
Þetta þýðir miklu hærri skattagreiðslur hjá launafólki. Við sem þjóð verðum fátækari. Þannig að þetta er hið versta mál fyrir þjóð sem vantar fé t.d í Landsspítala,heilbrigðismál, samgöngumál og húsnæðismál.
Heimta aftur völdin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:16 | Facebook
Athugasemdir
Ekki bara siðleysi heldur líka heimsku.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2016 kl. 18:46
Kallast þetta ekki að snúa hlutunum á hvolf?
Kæru félagar.
Það hafa verið forréttindi að fá að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ekki grunaði mig fyrir einhverjum dögum að á því yrðu breytingar. Ákall samfélagsins er skýrt og við því brást fráfarandi forsætisráðherra skjótt og stórmannlega í þeim tilgangi að gefa ríkisstjórninni vinnufrið til að halda áfram með þau fjölmörgu góðu og mikilvægu mál sem unnið hefur verið að allt kjörtímabilið. Að þeim málum mun ég, sem forsætisráðherra, halda áfram að vinna og vonandi skila á leiðarenda með hjálp allra flokka á Alþingi. Ég mun einnig berjast fyrir því að auka trú almennings á stjórnmálum hér á landi. Við þurfum nauðsynlega að finna leiðir til að taka á þeim sem reyna með einhverjum hætti að svíkjast undan því að leggja það sem þeim ber til samfélagsins. Einungis þannig getum við haldið áfram að byggja upp traust á íslenskt samfélag og stjórnmálin hér á landi.
Ég þakka öllu því góða starfsfólki sem ég hef starfað með í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Vera mín þar hefur verið lærdómsrík og geng ég reynslunni ríkari frá því starfi. Auðmjúkur tek ég nú við starfi forsætisráðherra - það er starf sem ég tek gríðarlega alvarlega og mun gera mitt allra besta fyrir land og þjóð
Kristbjörn Árnason, 8.4.2016 kl. 20:27
Algjörlega sammála Ásthildi en ég myndi bæta við alvarlegum áhyggjum af andlegu heilbrigði SDV, fyrrverandi forsætisráðherra okkar.
Agla, 8.4.2016 kl. 21:35
Já Agla það má segja það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2016 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.