19.4.2016 | 12:13
Allir fyrrum forsetar Íslands hafa greinilega verið óhæfir
- Enginn þessara forseta voru með próf í stjórnmálafræði og enginn prófessor við háskóla Íslands.
* - Þetta hlýtur að vera mat Ólafs Ragnars og það á væntanlega við um Svein, Ásgeir, Kristján og Vigdísi.
* - Því það virðist vera eindregin skoðun Ólafs Ragnars að hann einn sé hæfur til að sinna því verkefni að vera forseti. Það er eins gott að hann falli ekki frá í bráð.
Það eru fjölmargir í röðum frambjóðenda með ekki síðri menntun en Ólafur Ragnar og ekki síðri og jafnvel mun eftirsóknarverðari og heiðarlegri reynslu.
- Það er aðeins eitt sem þessa frambjóðendur vantar, er að þeir eru ekki fulltrúar valda elítunar á Íslandi og ríkisstjórnar flokkanna sem er þeirra handbendi einnig.
* - Það eru margir í samfélaginu sem eru hæfari til þessara starfa en núverandi forseti.
Það er mín skoðun að Ólafur Ragnar hafi gert fjölmörg alvarleg mistök í störfum sínum í þessu embætti er hafa skaðað hagsmuni þjóðarinnar alvarlega.
- Hann er eini forsetinn á Íslandi sem hefur fengið alvarlegar ákúrur frá rannsóknarnefnd Alþingis sem ríkisstjórn Geirs Haarde koma á laggirnar með tilstyrk þingis.
* - Þetta eru ákúrur sem hefðu átt að leiða til þess að Ólafur Ragnar segði af sér, ef á Íslandi væri eðlilegt lýðræði.
Má auðveldlega lesa um ýmis slík afglöp í rannsóknar skýrslu Alþingis.
Til upprifjunar. "Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli.
Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki.(SG)
- Úr 8. bindi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010, bls. 178 -"
Þá brást hann þjóðinni nú á dögunum og einkum fólkinu sem hefur fjölmennt á Austurvöll dögum saman.
Fólkið á vellinum vildi ekki bara að óskabarn Ólafs Ragnars , Sigmundur Davíðs færi frá sem ráðherra.
Fólkið vill og vildi að ríkisstjórnin segði af sér og boðað yrði til kosninga strax. Þetta fólk lítur á Ólaf Ragnar sem hluta af þessum stjórnvöldum. Þetta eru pólitískar hundakúnstir hjá forsetanum.
- Það er ekki boðlegt, að forseti Íslands sitji á tveggja manna tali við forstætisráðherra um hvort verður um stjórnarslit eða ekki.
* - Því síður að forsetinn boði síðan til blaðamannafundar til að segja við frétta menn hvað fór þeim í milli. Slíkt vinnulag er óhæfa í lýðræðisríki.
* - Ólafur Ragnar hagar sér líkt og hann væri einræðisherra. Ekkert er bókað á þessum fundi, enginn ritari. Síðan ber þeim ekki saman um hvað gerðist á fundinum. Þetta er ótrúlegt.
* - Greinilegt er, að Ólafur Ragnar er að fara í pólitískt framboð, hann mun berjast gegn eðlilegum stjórnarskrárbreytingum.
Ólafur Ragnar lítur á sjálfan sig sem einvaldskóng er telur sig ekki
þurfa að eiga samstarf við aðra aðila. Þetta er auðvitað ofmat á hlutverki forseta.
Hann var ekki kosinn til þess að vera einvaldur
Forseti sitji ekki of lengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.