26.4.2016 | 16:51
Það er eðlilegt að forsetinn fái svigrúm til að svara
- Auðvitað á Ólafur Ragnar enga sök á því, að faðir Doritar hafi átt skráðar eignir í aflandsfélögum. Tæplega Dorit sjálf.
Spurningin snýr alls ekki að þessu atriði. Heldur hinu hvort hann hafi vitað um þessa hluti þegar Bandaríski sjónvarpsmaðurinn spurði hann.
Þá svaraði hann afdráttarlaust að engar slíkar eignir væru til. Hann hefði getað svarað allt öðru vísi og það með heiðarlegum hætti.
Þá er staðan sú, að enginn veit hvort hann reyndi að segja satt eða ósatt. Það er því þessi efi sem mun fylgja honum til framtíðar.
Bæði í hugum íslendinga og í augum erlendra aðila sem þurfa að hafa samskipti við hann sem þjóðhöfðingja Íslands fyrir hönd sinna þjóðríkja.
Ástþór vann bara vinnuna sína með nákvæmlega sama hætti og Ólafur Ragnar er vanur að gera.
Ólafur Ragnar hefur verið þekktur fyrir það á sínum pólitíska ferli að leggja persónulegt mat á það hvað er sannleikur hverju sinni.
Sem er iðulega mat sem hefur farið á skjön við hugmyndir annarra um sannleikann. Iðulegast úr þeim knérunn sem hann fær mestan stuðning frá um þessar mundir.
Síðasta afrek hans á því sviði varð opinbert á fréttamannafundi á Bessastöðum þegar hann sagði frá því sem Sigmundur Davíð á að hafa sagt og ætlað sér.
M.ö.o. frásögn af tveggja manna samtali sem enginn getur vitað hvort var sönn eða ekki, nema að fyrrum forsætisráðherra staðfesti það. En hann hefur einmitt andmælt þessari frásögn forsetans.
Ekki hef ég mikla trú á áreiðanleik Sigmundar Davíðs, það sama get ég sagt um skoðun mína á áreiðanleik Ólafs Ragnars eftir löng kynni mín á þeim ágæta manni og samstarfi í stjórnmálum um langt árabil.
Menn verða auðvitað að muna það, að Ólafur Ragnar er Framsóknarmaður fram í fingurgóma og lærði sín pólitísku fræði hjá læriföður sínum Eysteini Jónssyni.
Samkvæmt því sem Ólafur Ragnar hefur sagt mér margar sögur um, réðist sannleikur Eysteins jafnan af því hvar hann var staddur hverju sinni.
Hann sagði mér ósjaldan að þessi aðferð hafi reynst honum vel þegar hann var ráðherra og fulltrúi Reykjaneskjördæmis á Alþingi.Ólafur Ragnar er þroskaður stjórnmálamaður sem líkar vel við pólitíska rökræðu og það hefur alltaf verið hans líf og yndi.
Vísir - Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum
Ólafur Ragnar: Ekki mótað afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.