Það er hörmungarástand víða í vinnuverndarmálum

  • Síðan virðast íslendingar halda að það sér eðlilegt að unglingar örkumlist

    á meðan þau eru enn börn að aldri.

Ég var kominn í 50 kg. sementspokaburðinn 9 ára gamall. Það var ekkert einsdæmi fyrir 60 árum

Ekki tók betra við þegar maður var kominn sveitina ári seinna, en þar tóku áburðarpokarnir við. Þeir voru frá 50 kg og upp í 100 kg.

Bakið var alvarlega skaðað fyrir fermingu og 14 ára missti ég framan af fingri við mjög hættulega verksmiðjuvinnu.

  • Börn eru í fullri vinnu í sínu námi.Það hefur verið algengt að sjá börn undir aldri vinna í verslunum á Reykjavíkursvæðinu með sínu námi í grunnskóla.
    *
  • Oft á þeim tíma eftir skóla sem þau mega ekki vinna og um helgar. Rétt eins og engin þekki vinnuverndarlögin og reglugerðina um störf ungmenna undir 18 ára aldri.

Er ég starfaði sem kennari í Grindavík í 4 ár var það ótrúlega algengt að sjá þar fólk á besta aldri með skaddaður hendur eða bæklaða að öðru leiti. Einnig voru nemendur duglegir við að segja mér frá slíku hjá foreldrum sínum.

Vegna þess að atvinnurekendur þar báru ekki virðingu fyrir fólki er starfaði hjá þeim sem væri það fólk en ekki aðeins starfskraftar  

Bara þegar ég upplifði fyrstu loðnutörnina, varð eitt dauðaslys við höfnina á fyrstu dögunum og fjölmörg önnur slys á fólki. Sérstaklega á ungu fólki.

Fiskverkendur kröfðust þess að unglingadeild skólans væri lokað. Skólastjórinn hafnaði slíkri kröfu.

myndir af vinnustöðum 040

 

En flestir foreldrar bjuggu við slíkan þrælsótta að þeir fórnuðu börnum sínum fyrir þarfir útgerðarinnar. Krakkarnir voru látnir vinna við hættuleg störf sem eldra fólk gat ekki sinnt.

Þegar Ísland gerðist aðili að EFTA í mars 1970 áttu vinnuverndarlög EB að fylgja með í pakkanum. Það tók samt 10 ár að þrefa um það við samtök atvinnurekenda að vinnuverndarlög tækju gildi.

Samt voru þau að mörgu leiti útþynnt og Það dróst úr hömlu að semja reglugerðir. Reglugerðin um störf ungmenna er aðeins nokkurra ára gömul.

Við brutum ísinn með því að gerðir voru kjarasamningar um vinnuverndarmál. Þeir fyrstu 1972 hjá húsgagnasmiðum.

  • Þá hefur grunnskólakerfið brugðist í þessum efnum. Vinnuverndarfræðsla ætti að vera fastur liður í efri bekkjardeildum. Þegar tekið er tillit til þess, að nær þriðjungur ungmenna fer ekki í frekara nám áður en það fer út í atvinnulífið.
    *
  • Það tókst að koma þessu að í námskrá fyrir „Hönnun og smíði“ fyrir nokkrum árum. En stjórnendur skólanna og kennarar voru áhugalausir um þetta mál og þetta hefur þegar verið fellt út.

afmælismyndir 072

Það sama má segja um stéttarfélögin í landinu, það er eðlileg krafa að þessi félög væru í sífelldu eftirliti með því að lögin um vinnuvernd séu haldin.

En mörg þessara félaga eru algjörlega undir hælnum á atvinnurekendum og gera lítið sem ekkert í þessum málum.

Í þessum málaflokki veitti ekki af, að róttækur félagshyggjuflokkur tæki til hendinni. Þá þarf svo sannarlega að skerpa mjög refsirammann og sjá til þess að brot í þessum efnum fyrnist ekki. Einkum þegar börn eiga í hlut.
.

 
Ástæða kærunnar var þríþætt brot fiskvinnslufyrirtækisins á 14 ára barni sem endaði með alvarlegu vinnuslysi.
ASI.IS
 

mbl.is Málinu ólokið en komið ofan í skúffu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband