3.5.2016 | 14:28
Sakleysið uppmálað
- Það ætti auðvitað að vera meðmæli með íslenskum almenningi
þegar honum tókst að hrekja á brott siðspilltan forsætisráðherra.
Væntanlega tekst þessum sama almenningi að losa sig við forsetann sem er doktor og gamall prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem er svo götóttur milli eyrnanna að átta sig ekki á því að forrík eiginkona hans á í stór viðskiptum um allann heiminn.
Að þykjast ekki sjá það, að þessi ágæta kona er með geymdar miklar peningahrúgur hingað og þangað í stórum peningatönkum. Tankar sem eru látnir líta út sem eitthvað allt annað en þeir eru í raun. Að líta framhjá ákveðnum staðreyndum vegna hagsmuna sinna ber ekki vott um algjört sakleysi forsetans.
Hann á auðvitað að sjá sóma sinn í því, að gera þjóð sinni þann greiða að segja af sér strax hann Ólafur Ragnar. Menn muna auðvitað skrifin um hann í 8. bindi rannsóknarskýrslu Alþingis á bls. 176 og sem Geir Haarde beitti sér fyrir að gerð yrði.
Hann baðst aldrei afsökunar í fullri alvöru en sýndi þjóðinni bara hroka þegar hann gerði lítið úr þessari skýrslu. Þá upplýstist það auðvitað, að hann var á báti með útrásarvíkingum sem sumir hverjir hafa verið dæmdir í fangelsi þótt dinglaðir hafi verið af honum.
Vafi um heimilisfesti Dorritar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Athugasemdir
...það liggur við að Guðni Th. þurfi valla að tilkynna þetta framboð sitt.
Hann er sjálfkjörinn. Og alltaf sjálfkjörnari með hverri klukkustundinni þessi dægrin seisei. Og sá sem hefur hjálpað honum mest er Ólafur forseti.
Og hvað, ætlar Ólafur að verða næsti aðili sem viðurkennir að hafa staðið sig ömurlega í viðtali?
Þeim fjölgar sem hafa ástæðu til þess.
Guðni Th, gefur blóð. Ólafur loðin svör.
jon (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.