4.5.2016 | 10:28
Mun ekki lækka íbúðarverð á markaði
- En mun auðvitað lækka byggingakostnað.
Gerir það einnig að verkum að verði samdráttur í ferðaþjónustu og að eftirspurn ferðafólks eftir hótelrými minnki megi koma hótelbyggingum í verð á húsnæðismarkaði.
Það eina sem gerist næstu árin er,
að álagning byggingaverktaka eykst við þessar breytingar.
Breyting í átt að lægra verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Athugasemdir
Þessi breyting gerir það að verkum að hægt verður að byggja fleiri íbúðir fyrir sama pening (og á sömu lóð). Þannig gæti íbúðaverð lækkað vegna aukins framboðs.
Til skamms tíma skiptir mestu að koma böndum á túristaleigu.
ls (IP-tala skráð) 4.5.2016 kl. 10:39
ekki veit ég hver þú ert.
Það eru markaðslögmálin sem ráða verði á íbúðum en ekki kostnaður. Því minni sem íbúðirnar eru því dýrari er hver fermetri. Það kostar jafn mikið að byggja úti á landi en söluverð íbúða er miklu lægra enn í Reykjavík. Það sama má segja um úthverfin í Reykjaví og miðborgina. Þetta eru bara staðreyndir. Þetta mun bara bitna á efna minna fólki.
Taka má dæmi, um 100 fermetra íbúð í Grafarholti kostar um 33 milljónir. Það allir séð að 20 fermetra íbúð mun ekki kosta 6,6 til 7 milljónir. milljónir í 20 fermetrum þó íbúðin væri í Grafarholti. 100 fermetrar í miðborginni 45 milljónir, það sjá allir að 20 fermetrarnir fara ekki niður í 10 milljónir.
Það verður að taka á þessum málum með allt öðrum hætti
Kristbjörn Árnason, 4.5.2016 kl. 13:51
Einmitt, markaðslögmálin. Menn eru að vonast til þess að við þessa breytingu verði fleiri íbúðir byggðar. Ef ódýrara er að byggja, gætu fleiri fengið þá hugmynd að græða á því að byggja. Og vegna þess að fermetrinn er alltaf dýrari í smærri íbúðum, er hægt að græða með því að skipta t.d. blokk í fleiri (og smærri) íbúðir. Þá lækkar verðið vegna aukins framboðs. Eina raunhæfa leiðin er einmitt að auka framboðið. Takist t.d. að fækka íbúðum í túristaleigu, eykst að sama skapi framboðið á leiguíbúðum.
ls (IP-tala skráð) 4.5.2016 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.