Forsetinn hefur ekki efni á því, að vera með skítkast og saka aðra um bull

  • Engin forsetaframbjóðandi annar en Ólafur Ragnar hefur nokkurntíma í mínu minni komið fram með sama oforsi og hann gerir.
    *
  • Hann ræðst á hina og þessa með miklum látum, rétt eins og hann var í Alþingiskosningum í eina tíð.

Fyrir hvern er Ólafur Ragnar að bjóða sig fram til þessa embættis?  Ekki er það fyrir almenning a.m.k.
 

Kjarninn segir í leiðara:
 „Ólafur Ragnar er því frambjóðandi elítunar. Þeirra sem vilja viðhalda valdaójafnvægi í samfélaginu með þeim hætti að fáir menn, í krafti óbilandi trúar á eigin yfirburði, ráði sem mestu. Þeirra sem standa varðstöðu um óbreytt kerfi gríðarlegrar misskiptingar auðs, áhrifa og valda. Þeirra sem reka pólitík sem gengur út á að ala á hræðslu við hið óþekkta til að réttlæta eigin tilveru. Þeirra sem líta á sig sem lausnina, en eru í raun vandamálið." Leiðari eftir Þórð Snæ Júlíusson.

  • Enn einu sinni sýnir hann af sér einstaklega ógeðfeldan brag í kosningabaráttu um forsetaembættið að mínu mati.
    *
  • Hann ræðst með dónalegum hætti á með frambjóðendur sína. Enginn annar frambjóðandi hefur sýnt honum viðlíka óvirðingu

Hann er forseti á launum í þessarari kosningabaráttu eins og áður og það veldur miklum ójöfnuði milli frambjóðenda. Það getur ekki verið eðlileg staða.

Lætur hann kanski ökumann embættisins aka sér um milli áróðursstaða á embættisbílnum í vinnutíma sínum? Eða hagræðir hann embættisverkum sínum eins og í síðustu kosningum að mér fannst sem henti kosningabaráttunni?

Stundum er forsetinn í harðri vörn fyrir eiginkonuna og telur aðild hennar aflandsreikningum ekki koma embættinu við.  Rétt eins og þau séu ekki forsetahjón.

forsetahjónin

Síðan er hann með barnalegan útúrsnúning eins og hann á vanda til þegar hann er í vonlausri vörn og ræðst að Katrínu Jakopsdóttur:
„Það er bara al­gert bull. Það er ekki minnst á mig einu orði í Pana­maskjöl­un­um til eða frá. Þess vegna skipt­ir líka miklu máli ef við ætl­um að ná utan um þessa umræðu sem er mik­il­væg á ár­ang­urs­rík­an hátt að menn haldi sig við staðreynd­ir, sér­stak­lega ábyrg­ir alþing­is­menn,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

Katrín talaði ekki um að nafn forsetans kæmi fyrir í þessum Panamaskjölum, heldur að forsetahjónin tengdust þessum reikningum. Það er rétt.

,,Hún talar um „upplýsingar úr Panamaskjölunum, nú seinast um forseta lýðveldisins,“ – er augljóslega að ræða þær upplýsingar að tengdafólk hans sé í þessum skjölum enda sitja allir sallarólegir undir þessu.

Ólafur Ragnar er eini maðurinn sem túlkar þetta svo að hún hafi sagt að hann sé nefndur þar, og það er óboðleg túlkun – en það hefur s.s. komið fram að hann á erfitt með að skilja bæði spurningar fréttamanna og greinilega fleira sem sagt er".

Síðan getur blessaður forsetinn ekki verið dómari í eigin málum eins og hann telur sig geta verið og hefur áður talið sig geta.

Annað hvort eru þau forsetahjón eða ekki. Forsetafrúin kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar ásamt forsetanum á hinum þessum stöðum. Hún er því fulltrúi þjóðarinnar sem slík. Síðast í Svíþjóð.

Forsetinn á bara að hætta

Ég veit ekki til þess, stjórnarskráin veiti forseta Íslands rétt til að sýna öðru fólki dónaskap og óvirðingu

Kosningabaráttan er greinilega hafin, líklega gætir

Morgunblaðið þess að allir frambjóðendur

fái jafnmikla umfjöllun.

Hvað veit forsetinn um sagnfræðileg met? Hvað á hann við og hvernig eru slík met metin ef þau eru til? Er þetta ekki bara einhver örvænting hjá karli?


mbl.is Guðni slær „sagnfræðilegt“ met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er furðulegt að nota kosningablað Guðna Th. sem heimild um sitjandi forseta.

það eru aðdróttanir sem þú leggur fram um dónaskap sitjandi forseta sem enda með spurningamerki.

Hvernig væri að þú gefir okkur þetta með heimildum hvernig og hvað sitjandi forseti hefur sagt dónalegt um sína meðframbjóðendur.

Hitt er svo annað mál að Guðni Th. hefur verið dónalegur við sína mótframbjóðendur eins og Guðni Th. kallar þá, t.d. Andra Snæ Og Sturlu Jóns, sagði að þsir ættu ekki að vera í forsetaframboði.

Ég get skilið af hverju Guðni Th. telur að, Sturla eigi ekki að vera í framboði, af því að hann lítur á Sturlu sem ómentaðan þjóðarrembing, eins og Guðni Th. telur alla sem ekki eru með háskólagráðu séu. Annan eins hroka hjá forsetaframbjóðenda er erfit að finna, ef það er hægt.

Sannir Íslendingar kjósa ekki Guðna Th.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 7.5.2016 kl. 20:55

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jóhann, ég bara hlustaði á kallinn, það dugir mér. Ég þekki Ólaf Ragnar ansi vel eftir nær 20 ára samstraf og veit að hann er nú í vadræðanlegri vörn. Það er komin örvænting í karlinn.

Guðni er ekki í neinu dálæt hjá mér svo þú vitir það. Ég efast ekkert um að Guðni hafi sýnt slíkt af sér og skil reyndar alls ekki vinsældir hans. 

Kristbjörn Árnason, 7.5.2016 kl. 21:05

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ok, gott að heyra það, ég hef ekki heyrt að Ólafur hafi verið með skítkast eða dónaskap eftir að hann yfirgaf Framsóknarflokkinn og Alþýðubandalagið og fór í Forsetan, hef séð hann eins og prúðmenni eftir það.

Var bara hissa á því sem þú skrifaðir, ekki það að ég kjósi Ólaf.

Hafðu það sem bezt það sem eftir er helgarinnar.

Kveðja frá Las Vegas 

Jóhann Kristinsson, 7.5.2016 kl. 21:54

4 Smámynd: halkatla

 Miðað við byrjunina á þessari baráttu þá hryllir mig við og kvíðir fyrir að fylgjast með ÓRG og stuðningsmönnum hans...

halkatla, 7.5.2016 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband