Framsóknarflokkurinn er með lík í lestinni

  • Það er greinilega bullandi óáægja með formanninn í Framsóknarflokknum eftir þetta síðasta afrek hans í gær

Það ljóst, að þótt varaformaður Framsóknarflokksinns og núverandi forsætisráðherra stigi nú varlega til jarðar og hafi marg sagt það, að hann muni styðja Sigmund Davíð til allra góðra verka.

Framsóknarformenn

Þá er hann verulega óánægður með alla framkomu hans í þessum Panamamálum. Það kemur hér  greinilega í ljós.

Aðspurður um hvað hon­um hafi mis­líkað helst við viðbrögð for­manns­ins við upp­ljóstr­un­um um af­l­ands­fé­lagseign hans í frægu viðtali sem birt­ist í Kast­ljósi sagði Sig­urður Ingi að viðbrögðin hefðu getað verið öll önn­ur en þau voru. Sig­mund­ur Davíð hafi getað upp­lýst flokk­inn og þjóðina alla.

  • Hefði bara viljað að Sigmundur Davíð væri heiðarlegur

Sig­mund­ur Davíð hafði haldið að hann gæti út­skýrt fyr­ir fjöl­miðlamönn­um hvernig í pott­inn hafi verið búið. Það hafi hins veg­ar ekki skipt neinu máli. Betra hefði verið ef Sig­mund­ur Davíð hefði komið strax fram og skýrt málið, sagði Sig­urður Ingi. 

Kurteislega orðað en alveg skýrt. Framundan er landsfundur haldinn fyrir kosningar og þá er líklegt að valin verði ný forysta og nánustu félagar Sigmundar Davíðs verði að víkja fyrir öðru fólki.

Eftir myndum að dæma af fólki á þessum miðstjórnarfundi virðast miðstjórnarmenn á þessum bæ vera eftirlaunamenn að mestu.


mbl.is Geta ekki hætt við kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband