Það eru tveir aðilar að þessari umræðu um kaup og kjör.

  • Það er ekki hægt að krefjast þess að launafólk vinni yfirvinnu ef ekki er um neyðartilfelli að ræða.

Íslensku flug­fé­lög­in segja yf­ir­vinnu­bann flug­um­ferðar­stjóra vera far­in að hafa veru­leg áhrif á starf­semi sína.

katalína

Það er einmitt það sem flugumferðarstjórar eru að gera sem er að láta flugfélögin finna fyrir mikilvægi flugumferðarstjóra.

Flugfélögin segja að yfirvinnuhöfnun flugumferðarstjóra sé farin að hafa neikvæð áhrif á heild­ar­upp­lif­un farþega sem verða fyr­ir seink­un­um vegna aðgerðanna sé afar nei­kvæð og bitni það á orðstír fé­lag­anna.

Upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir seg­ir að svo virðist sem að eng­ar viðræður séu í gangi. Það er auðvelt fyrir flugfélögin að  tryggja það að farið verði í raunaverulegar viðræður við þessa mikilvægu starfsmenn. Félögin verða sjálf að koma að þessu máli, annars gerist ekkert.

Það er réttur launafólks að láta atvinnurekendur finna fyrir mikilvægi sínu er reyna að komast hjá því að ræða við þá á eðlilegum nótum.

Það hefur lengi verið aðferð samtaka atvinnurekenda á Íslandi að færa kjaraviðræður eins langt frá raunverulegum launagreiðendum eins og hægt er.

Þannig að samningamenn atvinnurekenda hafa enga hagsmuni af því hvernig semst eða hvort semst..

 


mbl.is Segja aðgerðirnar skaðlegar orðstírnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband