Óskalög samtaka atvinnurekenda

  • Á árum áður voru fastir dagskrárliðir í Útvarpinu sem báru nöfn eins og ,,Óskalög sjúklinga" og ,,Óskalög sjómanna"
    *
  • Það er ljóst að mikill söknuður hefur ríkt vegna niðurfellingar RÚV á þessum þáttum.

ráðuneyti sigurðar inga

En núverandi ríkisstjórn með tveimur nöfnum hefur verið dugleg við að grípa inn í samningsgerðir milli launafólks og atvinnurekenda á þessum þremur árum sem hún hefur haft umsjón með ráðuneytum þjóðarinnar.

  • Stjórnin hefur sett á laggirnar þáttinn

    ,,Óskalög atvinnurekenda"

Engu breytir hvort um er að ræða láglaunafólk eins og hásetar á Herjólfi eða flugmenn. Samtök atvinnurekenda hafa ekki viljað gefa fyrirtækjunum möguleika á frjálsum samningum.

Enn eina ferðina hafa þessir aðilar í baklandi ríkisstjórnarinnar gefið henni tilskipun um að sett verði bráðabirðalög á flugumferðastjóra.

Það verður auðvitað samið bak við tjöldin að ósk samtaka atvinnurekenda. Allt vegna fordæmisáhrifanna.


mbl.is Stjórnvöld grípa inn í kjaradeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ef einhver skrifar hér athugasemdir nafnlaust, sem eiga að fela í sér til niðurlægingar á mér eða öðrum er hann umsvifalaust þurrkaður út.En þessi refur sem reyndi þetta hér, gerir sér enga grein fyrir 20 ára reynslu minni í samningagerð fyrir eitt stéttarfélag innan ASÍ. Guð veri með þér kæri vinur

Kristbjörn Árnason, 8.6.2016 kl. 13:18

2 identicon

Þetta var svosem fyrirséð miðað við áróðurinn sem hefur verið í gangi undanfarið.

En það er algjör óþarfi að skilja ASÍ og BSRB útundan í þessu, Gylfi tilkynnti til dæmis um daginn að hver sú hækkun sem flugumferðarstjórar fengju yrði sótt fyrir alla hina af hörku. Hvoru megin borðs ætli formaður BSRB hafi verið á samningafundinum sem hún sat um daginn?

ls (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 13:41

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það var ekki félagslegt. Ég hef lent í því að vera forystumaður fólks í verkfalli og þekki það, þegar félagar manns í fjölmörgum félögum ASÍ snérust gegn okkur og sérstaklegar aðilar sem skipulagslega áttu að standa okkur næst. Þeir brugðust okkur algjörlega

Kristbjörn Árnason, 8.6.2016 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband