9.6.2016 | 13:55
Alþingi getur ekki skuldbundið fólk til að vinna yfirvinnu
- Þ.e.a.s. umfram það sem Vinnulöggjöfin segir til um. Lög nr.80,1938. Þar er skýring á slíkri undanþágu sem efirvinna er, samkvæmt orðanna hljóðan í lögunum.
Rétt eins og formaður stéttarfélags flugumferðastjóra segir, að þá geta svona lög ekki náð yfir fólk sem einstaklinga.
Lögin ná yfir ákveðnar athafnir félagsins En félagið má ekki lengur hvetja menn til að vinna ekki yfirvinnu.
En auðvitað má félagið túlka kjarasamninga félagsins fyrir félagsmenn um skilgreindan og umsaminn dagvinnutíma.
Reykjavíkurflugvöllur lokaður í nótt
Reykjavíkurflugvöllur verður lokaður í nótt.
Ekkert flug verður um flugvöllinn frá klukkan níu 21 í kvöld til sjö 7 í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAVIA, sem sér um rekstur flugvallarins.
Ástæða lokunarinnar eru forföll á næturvakt í flugturninum. Ekki hefur tekist að fá afleysingu og því verður engin flugleiðsöguþjónusta á framangreindu tímabili. ISAVIA bendir notendum flugvallarins á að nota Keflavíkurflugvöll.
Enn er ósamið við flugfreyjur, þær hafa verið samningslausar
enn lengur en flugumferðarstjórar.
Þessu stjórna miðstýringamenn
Mikil vonbrigði flugumferðarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.