Of auðvelt að kenna sveitarfélögunum um, hvernig fór

  • Það er ekki nema eðlilegt að hrósa mínum gömlu félögum fyrir baráttuþrekið.
    *
  • En það verður ekki auðvelt fyrir grunnskólakennara að sækja meira réttlæti hjá sveitarfélögunum.

Það er auðvitað auðvelt að kenna sveitarfélögunum um þetta, en um leið verður ekki litið framhjá frammistöðu forystumanna félagsins. Í svona málum er aldrei bara öðrum um að kenna þegar ekki hefur verið fullreynt.

Það má alveg reikna með því að stóru salek-félögin munu vilja stjórna því hvaða laun kennarar fái fyrir vinnu sína. Út á það virðist stéttarbaráttan ganga síðustu árin eða allar götur frá 1991. Það eru auðvitað allar líkur á, að salek gengið standi þarna á bak við.

salek-ráð2

Það eru samtök atvinnurekenda og stór hópur félaga innan ASÍ sem telja að kennarar eigi ekki að hafa nema takmarkað samningsfrelsi og helst ekki verkfallsrétt.

Ef einhver andmælir þessari skoðun minni er ég alveg tilbúinn að ræða það. En það vill svo til að ég var formaður í baráttuglöðu verkalýðsfélagi innan ASÍ og hef síðan verið félagi í kennarasamtökunum í 25 ár.

Ég þekki báðar hliðar málsins, andstöðu fjölmargra félaga innan ASÍ við baráttu margra félaga innan ASÍ og hvernig þessi sömu félög láta nákvæmlega eins gagnvart opinberum starfsmönnum.

Eðlilegast væri að þessi niðurstaða kallaði á verulegar breytingar í brúnni. Enda kominn tími á breytingar á þessum bæ, núverandi forysta hefur þegar fengið sín tækifæri. Það á ekki að vera eitthvert framtíðarstarf að vera formaður í félagi grunnskólakennara.

Það hefur margsannast að mælskulist og málæði skilar engum árangri í kjaramálum grunnskólakennara. Félagsmenn hafa lengi verið mjög óánægðir með þessa forystu klækjabragðanna.

 
Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara felldu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga með afgerandi meirihluta. 72% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn höfnuðu honum. 25% vildu samþykkja hann. 66% þeirra sem voru á…
RUV.IS
 

mbl.is Kennarar treysti ekki sveitarfélögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband