1.7.2016 | 14:53
Það er ríkjandi skattamisrétti á Íslandi
- Ef tekjublað DV reiknar rétt upp úr álagningaskránni, þá sést hérna svart á hvítu hvað milljarðamæringar í skattaskjólum leggja til samfélagsins. Ekkert.
Embættismenn tekjuhærri en ráðherrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað vita allri vinstri menn að fjármagnstekjuskattur fer ekki til sveitarfélaga, þeir höfðu heilt kjörtímabil með hreinan meirihluta en breyttu því ekki.
Er ríkið ekki hluti af samfélaginu????
Fjármagnstekjuskattur leggst á brúttó tekjur, ekki nettó eins og þú segir. Það er ekki hægt að draga frá tilkostnað.
Ef einhver fær húsnæði, bíl, og þess háttar til afnota frá fyrirtæki eru það skattskyld hlunnindi og viðkomandi greiðir af því skatt (tekjuskatt/útsvar).
Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði eru hærri en á íbúðarhúsnæði.
ls (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 15:22
Sammála ýmsu hér. Sérstaklega skattbyrði láglaunafólks - sem ætti engin að vera að einhverju ákveðnu marki. Óbeinu skattarnir ættu að nægja.
Mig minnir að aðstöðugjaldið, 1% af brúttótekjum fyrirtækja, hafi verið lagt niður með skattalagabreytingunni 1981, en þetta aðstöðugjald rann til sveitarfélaga.
Skipting skattatekna milli ríkis og sveitarfélags hefur amk síðan verið samningsatriði þeirra á milli.
RSK heldur svo grannt utan um þau hlunnindi sem þú nefnir; íbúðar- og bílahlunnindi. Af þessu tvennu eru greiddir fullir skattar eftir mati skv. skattalögum.
Í rauninni sleppur enginn nema sá sem losnar við lífeyrissjóðsframlagið - en það er málaflokkur sem brýnt er að taka til endurskoðunar hvort sem er.
Kolbrún Hilmars, 1.7.2016 kl. 15:36
Takk Kolbrún, þetta með hlunnindin er með ýmsum hætti og eru oftlega stórlega vanmetin hlunnindi sem er auðvelt að smjúga framhjá. En það eiga allir að greiða skatt af þessum sem tekjum.
Það er varðandi skatta á fólki sem dregur fram lífið á litlum tekjum. Það greiðir allt venjulegt fólk skatta og allir fá persónuafslátt sem gengur þá upp í skattaskuld viðkomandi ef um skuld er að ræða. Breytir þá engu um hversu miklar tekjur hver og einn er með. Ef tekjurnar eru mjög lágar hjá einstaklingum dugar persónuafslátturinn til að greiða þessa skatta og jafnvel ríflega það.
Allir njóta skattaþrepanna hvort sem þeir eru á litlum tekjum eða miklum. Hálaunafólk fær mestan afslátt vegna þessara þrepa.
Kristbjörn Árnason, 1.7.2016 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.