Íslenskir hermenn í Írak,

  • Stolt  forsætisráðherra og utanríkisráðherra 2003

Halldór Ásgrímsson dreif sig út til að hitta sína menn og lét mynda sig þar sem eitthvað var sem áttu að vera eiturgas-sprengjur. Mikið var gert úr þessu afreki í Íslenskum miðlum.

sprenguleitarmenn

En þessir ráðherrar voru sagðir hafa tekið ákvörðun um þátttöku Íslands án þess að málið væri teki fyrir í ríkisstjórn eða hefði fengið þinglega með ferð.

Talið hefur verið að þarna hefði verið framið stjórnarskrárbrot.

„Margt bendir til að vopnin sem íslensku sprengju-sérfræðingarnir fundu í Írak árið 2003, hafi innihaldið sinnepsgas, eins og haldið var í fyrstu.

Sprengjusérfræðingur segist alltaf hafa furðað sig á því að Bandaríkjaher hafi eytt þeim eins og efnavopnum, eftir að hafa fullyrt að þau væru það ekki. Frá þessu var greint íkvöldfréttum RÚV“. 

  • Seinna kom í ljós að þetta var eitthvert sjónarspil. 

Halldór og Davíð

Á Íslandi fengu þessir ráðherrar engar ákúrur þótt rannsóknarnefnd Alþingis hefðu bent á þessa staðreynd. 

Málið sagt fyrnt og enginn yrði dæmdur. Samt hefði verið nauðsynlegt að láta Landsdóminn meta hvort þetta athæfi hafi verið brot á stjórnarskránni. 

„Bresk stjórn­völd tóku ákvörðun um að ráðast inn í Írak áður en friðsam­leg­ar lausn­ir höfðu verið reynd­ar til hlít­ar. Stríð var því ekki afar­kost­ur í stöðunni. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í Chilcot-skýrsl­unni svo­kölluðu sem formaður nefnd­ar­inn­ar, Sir John Chilcot, kynnti fyr­ir stundu.

Chilcot-skýrsl­an

Rann­sókn­ar­nefnd­in komst einnig að þeirri niður­stöðu að upp­lýs­ing­ar sem rétt­lættu inn­rás­ina hefðu verið lagðar til grund­vall­ar „af full­vissu sem var ekki rétt­læt­an­leg“. Þá hefði und­ir­bún­ingi fyr­ir lok og eft­ir­leik stríðsins verið full­kom­lega ábóta­vant“.

„Alþjóðastríðsglæpa­dóm­stóll­inn hef­ur til skoðunar meint­ar pynt­ing­ar og misþyrm­ing­ar af hendi breskra her­manna í Írakstríðinu. Dóm­stóll­inn seg­ist hins veg­ar ekki í aðstöðu til að taka af­stöðu til þess hvort ákvörðun breskra stjórn­valda um að hefja stríð hafi verið lög­mæt“.

Fjöldi fólks hef­ur kallað eft­ir því að Tony Bla­ir, sem var for­sæt­is­ráðherra þegar ákvörðun var tek­in um þátt­töku Breta í Íraks­stríðinu, verði leidd­ur fyr­ir stríðsglæpa­dóm­stól.

Samkvæmt opinberum breskum tölum er sagt að 179 bresk­ir her­menn hafi fallið í Írak og litlu fleiri almennir borgarar. En sam­kvæmt rann­sókn sem birt­ist í tíma­rit­inu Lancet létu 655.000 Írak­ar lífið í átök­un­um.

Ekki hefur enn verið séð fyrir endan á öðrum afleiðingum af þessu stríði sem allsherjar upplausn í flestu löndum arapa fyrir botni Miðjarðarhafsins og langt inn í Asíu.

Afleiðingar er mesti fólksflótti frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Mesta skömmin er, að þeir sem voru helstu gerendur í þeirri styrjöld eru í algjörri andstöðu við að veita flóttafólki eðlilega mannúð. 

  • Hvar eru stórveldin núna, ekki eru þau að aðstoða flóttafólk sem eru að leita sér að samastað vegna aðgerða þeirra.

mbl.is Vilja Blair fyrir stríðsglæpadómstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hvers á að aðstoða flóttafólk, sem ekki eru flóttamenn ... að standa uppi, og halda því fram að þessir "flóttamenn" séu þeir sem þurfa á aðstoðinni að halda, er bara kjánaskapur.  Maður er annaðhvort blindur, eða bara heimskur.  Það er ekki þar með sagt, að engir flóttamenn séu á meðal þeirra ... en því miður, þá er það minsti hlutinn.  Og það sem "ver" er, er að hver og einn "ekki" flótamaður sem kemur, tekur pláss frá "raunverulegum" flóttamönnum.

Þannig að þú átt að leggja niður "góði maður" stælana.  Þetta var "góða fólkið" sem réðist inn í Írak, vegna þess að Saddam Hussein átti að hafa kastað bærnum úr "incubators", sem síðan reyndist vera hauga lygi.  Þetta var líka "góða fólkið", sem var að bjarga "almenningi" frá LJÓTA LJÓTA kallinum, honum Saddam Hussein, sem var með haug af "Weapons of mass destruction". Og þetta sama "góða fólk", sagði lítið við Fallujah, þar sem Bandaríkjamenn nota "Depleted Uranium", sem vopn. Eða þegar "bandaríkjamenn" meinuðu að selja "lyf" til Íraks.  Þið þarna á Íslandi fóruð í hóp þeirra sem kölluðust "viljugir" og meira að segja, eins og þú tekur fram hér, stærðuð ykkur af því að hafa "Íslenska hermenn" á staðnum.

Þurftuð þið túlk, til að skylja að það er "stríðsglæpur" að meina sölu á lyfjum, meira að segja til landa eins og Íraks á sínum tíma. Þurftuð þið túlk, til að "útskýra" fyrir ykkur, hvaðan "rauði" krossinn er kominn, eða hvaða hlutverki hann gegndi í Heimstyrjöldunum.  Síðan setjið þið ykkur á bak við "bann" á sölu lyfja til einhvers lands.

Og þetta eru ekki bara Íslendingar, heldur öll Evrópa ... allt NATÓ eins og það leggur sig. Herr Stolzenberg, yfirmaður NATÓ er lítið annað en stríðsæsingamaður ... sem gæti orðið allri Evrópu að bana, vegna eigin heimsku og oflætis.

Það vandamál sem við sjáum í dag ... eru afleiðingar aðgerða gegn Írak.  Þið stóðuð á bak við, að ráðast á eina "secular" landið í öllum mið-austurlöndum.

Þarftu túlk, til að skýra fyrir þér ... að slíkt er ekki með öllu felldu?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband