6.7.2016 | 13:20
Hvar eru stórveldin nú?
- Stolt forsætisráðherra og utanríkisráðherra 2003
Halldór Ásgrímsson dreif sig út til að hitta sína menn og lét mynda sig þar sem eitthvað var sem áttu að vera eiturgas-sprengjur. Mikið var gert úr þessu afreki í Íslenskum miðlum.
En þessir ráðherrar voru sagðir hafa tekið ákvörðun um þátttöku Íslands án þess að málið væri teki fyrir í ríkisstjórn eða hefði fengið þinglega með ferð.
Talið hefur verið að þarna hefði verið framið stjórnarskrárbrot.
Margt bendir til að vopnin sem íslensku sprengju-sérfræðingarnir fundu í Írak árið 2003, hafi innihaldið sinnepsgas, eins og haldið var í fyrstu.
Sprengjusérfræðingur segist alltaf hafa furðað sig á því að Bandaríkjaher hafi eytt þeim eins og efnavopnum, eftir að hafa fullyrt að þau væru það ekki. Frá þessu var greint íkvöldfréttum RÚV.
- Seinna kom í ljós að þetta var bara eitthvert sjónarspil.
* - Hér virðist fiskur liggja undir steini
Á Íslandi fengu þessir ráðherrar engar ákúrur þótt rannsóknarnefnd Alþingis hefðu bent á þessa staðreynd.
Málið sagt fyrnt og enginn yrði dæmdur. Samt hefði verið nauðsynlegt að láta Landsdóminn meta hvort þetta athæfi hafi verið brot á stjórnarskránni.
Bresk stjórnvöld tóku ákvörðun um að ráðast inn í Írak áður en friðsamlegar lausnir höfðu verið reyndar til hlítar. Stríð var því ekki afarkostur í stöðunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Chilcot-skýrslunni svokölluðu sem formaður nefndarinnar, Sir John Chilcot, kynnti fyrir stundu.
Rannsóknarnefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að upplýsingar sem réttlættu innrásina hefðu verið lagðar til grundvallar af fullvissu sem var ekki réttlætanleg. Þá hefði undirbúningi fyrir lok og eftirleik stríðsins verið fullkomlega ábótavant.
Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur til skoðunar meintar pyntingar og misþyrmingar af hendi breskra hermanna í Írakstríðinu. Dómstóllinn segist hins vegar ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til þess hvort ákvörðun breskra stjórnvalda um að hefja stríð hafi verið lögmæt.
Fjöldi fólks hefur kallað eftir því að Tony Blair, sem var forsætisráðherra þegar ákvörðun var tekin um þátttöku Breta í Íraksstríðinu, verði leiddur fyrir stríðsglæpadómstól.
Samkvæmt opinberum breskum tölum er sagt að 179 breskir hermenn hafi fallið í Írak og litlu fleiri almennir borgarar. En samkvæmt rannsókn sem birtist í tímaritinu Lancet létu 655.000 Írakar lífið í átökunum.
Ekki hefur enn verið séð fyrir endan á öðrum afleiðingum af þessu stríði sem allsherjar upplausn í flestu löndum arapa fyrir botni Miðjarðarhafsins og langt inn í Asíu.
Afleiðingar er mesti fólksflótti frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Mesta skömmin er, að þeir sem voru helstu gerendur í þeirri styrjöld eru í algjörri andstöðu við að veita flóttafólki eðlilega mannúð.
- Hvar eru stórveldin núna, ekki eru þau að aðstoða flóttafólk sem eru að leita sér að samastað vegna aðgerða þeirra. Ekki eru þau að takast á við afleiðingar gjörða sinna.
Vilja Blair fyrir stríðsglæpadómstól | |
Chilcot: Stríð var ekki óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.