Hvar eru stórveldin nú?

Íslenskir hermenn í Írak

  • Stolt  forsætisráðherra og utanríkisráðherra 2003

Halldór Ásgrímsson dreif sig út til að hitta sína menn og lét mynda sig þar sem eitthvað var sem áttu að vera eiturgas-sprengjur. Mikið var gert úr þessu afreki í Íslenskum miðlum.

sprenguleitarmenn

En þessir ráðherrar voru sagðir hafa tekið ákvörðun um þátttöku Íslands án þess að málið væri teki fyrir í ríkisstjórn eða hefði fengið þinglega með ferð.

Talið hefur verið að þarna hefði verið framið stjórnarskrárbrot.

„Margt bendir til að vopnin sem íslensku sprengju-sérfræðingarnir fundu í Írak árið 2003, hafi innihaldið sinnepsgas, eins og haldið var í fyrstu.

Sprengjusérfræðingur segist alltaf hafa furðað sig á því að Bandaríkjaher hafi eytt þeim eins og efnavopnum, eftir að hafa fullyrt að þau væru það ekki. Frá þessu var greint íkvöldfréttum RÚV“. 

  • Seinna kom í ljós að þetta var bara eitthvert sjónarspil.
  • Hér virðist fiskur liggja undir steini

Halldór og Davíð

Á Íslandi fengu þessir ráðherrar engar ákúrur þótt rannsóknarnefnd Alþingis hefðu bent á þessa staðreynd. 

Málið sagt fyrnt og enginn yrði dæmdur. Samt hefði verið nauðsynlegt að láta Landsdóminn meta hvort þetta athæfi hafi verið brot á stjórnarskránni. 

„Bresk stjórn­völd tóku ákvörðun um að ráðast inn í Írak áður en friðsam­leg­ar lausn­ir höfðu verið reynd­ar til hlít­ar. Stríð var því ekki afar­kost­ur í stöðunni. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í Chilcot-skýrsl­unni svo­kölluðu sem formaður nefnd­ar­inn­ar, Sir John Chilcot, kynnti fyr­ir stundu.

Chilcot-skýrsl­an

Rann­sókn­ar­nefnd­in komst einnig að þeirri niður­stöðu að upp­lýs­ing­ar sem rétt­lættu inn­rás­ina hefðu verið lagðar til grund­vall­ar „af full­vissu sem var ekki rétt­læt­an­leg“. Þá hefði und­ir­bún­ingi fyr­ir lok og eft­ir­leik stríðsins verið full­kom­lega ábóta­vant“.

„Alþjóðastríðsglæpa­dóm­stóll­inn hef­ur til skoðunar meint­ar pynt­ing­ar og misþyrm­ing­ar af hendi breskra her­manna í Írakstríðinu. Dóm­stóll­inn seg­ist hins veg­ar ekki í aðstöðu til að taka af­stöðu til þess hvort ákvörðun breskra stjórn­valda um að hefja stríð hafi verið lög­mæt“.

Fjöldi fólks hef­ur kallað eft­ir því að Tony Bla­ir, sem var for­sæt­is­ráðherra þegar ákvörðun var tek­in um þátt­töku Breta í Íraks­stríðinu, verði leidd­ur fyr­ir stríðsglæpa­dóm­stól.

Samkvæmt opinberum breskum tölum er sagt að 179 bresk­ir her­menn hafi fallið í Írak og litlu fleiri almennir borgarar. En sam­kvæmt rann­sókn sem birt­ist í tíma­rit­inu Lancet létu 655.000 Írak­ar lífið í átök­un­um.

Ekki hefur enn verið séð fyrir endan á öðrum afleiðingum af þessu stríði sem allsherjar upplausn í flestu löndum arapa fyrir botni Miðjarðarhafsins og langt inn í Asíu.

Afleiðingar er mesti fólksflótti frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Mesta skömmin er, að þeir sem voru helstu gerendur í þeirri styrjöld eru í algjörri andstöðu við að veita flóttafólki eðlilega mannúð. 

  • Hvar eru stórveldin núna, ekki eru þau að aðstoða flóttafólk sem eru að leita sér að samastað vegna aðgerða þeirra. Ekki eru þau að takast á við afleiðingar gjörða sinna.
mbl.isVilja Blair fyrir stríðsglæpadómstól
 

mbl.is Chilcot: Stríð var ekki óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband