9.7.2016 | 10:21
Alltaf má undirbúa allt betur
- Lögregla var upplýst fyrirfram um hvað til stæði
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands stígur nú fram af auðmýkt og útskýrir aðkomu kirkjunnar að atburðinum í Lauganeskirkju. Segir hún m.a. í Morgunblaðinu í dag:
að gefnu tilefni skal tekið fram að aðgerðunum í Laugarneskirkju var eingöngu ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda í anda kærleika og mannúðar. Kirkjan beitir sér og á alltaf að beita sér í þágu þeirra sem standa höllum fæti. Það er kristin trú í verki.
Fram kemur í grein biskups , að ýmis sjónarmið og ábendingar hafa komið fram sem verða kirkjunni gagnlegar við frekari stefnumótun í málefnum hælisleitenda og flóttamanna.
Hið sama má segja um gagnrýni á þá stöðu sem þjónar lögreglunnar voru settir í er þeir reyndu að sinna skylduverkum sínum við viðkvæmar aðstæður. Lögreglan var upplýst fyrirfram um hvað til stæði en undirbúa hefði mátt aðgerðir betur.
Það verður að segjast eins og er, að almenn ánægja er með þetta framtak þjóðkirkjunnar hjá almenningi sem vill greinilega að kirkjan taki sér afgerandi stöðu með þeim sem eiga undir högg að sækja. Með því m.a. að gagnrýna stjórnvöld ef þurfa þykir.
En í þessu máli opinberaðist greinilega að innan þjóðakirkjunnar þrífast enn nokkur tök gamla valdaflokksins á kirkjunni.
Gamlir íhalds sótraftar í prestastétt réðust að biskupi með ófriði. Sem betur fer hefur farið lítið fyrir þessum myrka armi þjóðkirkjunnar eftir að Ólafur Skúlason hvarf af þessum vettvangi.
Nú þegar tök Sjálfstæðisflokksins og not af þjóðkirkjunni eru nánast horfin, tala hægri menn æ oftar um að leggja eigi niður þjóðkirkjuna.
Prestastéttin hefur verið losa sig við gamla helgislepju blæinn sem þessir raftar eru hluti af.
Nú er ungt fólk með allt önnur viðhorf að taka við í prestastétt.Fólk sem lætur sér varða um lífhamingju fólks og vanda á líðandi stund. Ekki bara með fólki fæddu á Íslandi, heldur sama hvar er.
Þótt þessi opinberunnarstund þjóðkirkjunnar í Laugarneskirkju á viðhorfum sínum í mannúðarmálum hefði verið meira undirbúin, hefði hún ekki skilað meiri árangri. Ljóst er nú, að biskup og þjóðkirkjan er ekki sátt við þau vinnubrögð sem stjórnvöld viðhafa gagnvart hælisleitendum.
Heldur ekki almenningur í landinu.
Hefði mátt undirbúa betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.