Eins og faraldur

  • Nú bætist Haraldur Einarsson við þann mikla fjölda fólks

    sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þingsetu.

Þetta fer bráðum að fylla annan tug þingmanna og enn fleiri munu ekki ná kosningu. Það hefur auðvitað ekki verið auðvelt að vera þingmaður síðustu tvö kjörtímabil og ljóst virðist að mikil átök og uppgjör eiga eftir að eiga sér stað enn.

alþingishúsið

Það eru margir sem átta sig á því að aðferðir víkingatímans sem er að beita aflsmunar gengur ekki um stjórn landsins. Það verður að vinna að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. 

Það gengur ekki lengur, að sumir eigi að njóta vellystinga á kostnað fjöldans í landinu. Það verður að skapa nýjan þjóðfélagssáttmála sem almenningur sættir sig við. Stjórnarskrár eiga ekki að vera fyrir stjórnmálaflokka landsins. Heldur fyrir almenning í heild sinni.

En það eru að verða þáttaskil á stjórnmálasviðinu. Hægri flokkarnir eru að skiptast upp í minni og fleiri einingar og ómögulegt er að sjá til hvers það leiðir.

Kanski leiða þessi vatnaskil til þess, að færri þingmenn í framtíðinni verði bundnir af sameiginlegum samþykktum flokka og hagsmunasamtaka á kostnað almennings.


mbl.is Haraldur af þingi og í búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband