20.7.2016 | 17:41
Það vantar greinilega samræmdar vinnureglur
- Þessi umræða um nauðgunarmál í eyjum
og annar staðar er sorgleg í meira lagi.
Það veit auðvitað engin nema sá sem hefur í því lent að hafa verið beittur ofbeldi af þessu tagi hver sorgin er. Svona mál ber að taka alvarlega.
Það er einnig furðulegt hvernig yfirvöld á hinum ýmsu svæðum taka á þessum málum með misjöfnum hætti.
Eins og það er mikilvægt að segja frá því opinberlega að alvarleg ofbeldisafbrot hafi verið framin á fjöldasamkomum er jafn mikilvægt að gæta þess að þolendum sjálfum sé hlíft við fjölmiðlafári sem slíkum málum fylgja gjarnan.
Því er bráð nauðsynlegt að embættin samræmi sín í milli hvernig fara skuli með þessi mál gagnvart fjölmiðlum.
Þar ætti ríkislögreglustóri að hafa forystu um að skapa reglur sem öll embætti yrðu að fylgja.
Einnig vegna þess að nauðsynlegt er að fjölmiðlar haldi vöku sinni og veiti þeim strangt aðhald sem halda slíkar útihátíðir eins og þjóðhátíð í eyjum er.
En fjölmiðlar hafa iðulega brugðist skyldum sínum gagnvart svona húllum hæi og gerast gjarnan meðvirkir.
Einfaldlega nóg boðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig skal lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum vinda ofan af fréttaflutningi um kæru vegna nauðgunar í fjölmiðlum sama dag og kæra var lögð fram ef það kemur svo í ljós eftir Þjóðhátíð í Eyjum að engin nauðgun hafi átt sér stað?
Ég læt eitt dæmi hér inn hér fyrir neðan frétt sem ég fann á visir.is sem ætti að segja okkur að stefna lögreglustjórans í Eyjum er skynsamleg að skoða fyrst málið í heild sinni með alla möguleika opna svo sannleikurinn fái notið sín.
Baldvin Nielsen
,,Stúlka sem kærði nauðgun kann sjálf að verða kærð
18:48 10. NÓVEMBER 2008
Sautján ára stúlka, sem kærði fjóra karlmenn fyrir nauðgun í síðustu viku, kann sjálf að verða kærð fyrir rangar sakargiftir. Upptaka af atburðinum er talin mikilvægt sönnunargagn í málinu.
Stúlkan kærði mennina fjóra fyrir að hafa nauðgað sér í íbúð sem tveir þeirra hafa á leigu í borginni. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Við rannsókn málsins komst fljótt í ljós að einn hinna handteknu átti á síma sínum mynd og hljóðupptöku af samskiptum sínum við stúlkuna kvöldið sem hin meinta nauðgun átti að hafa farið fram.
Samkvæmt heimildum fréttastofu verður ekki séð á upptökunni að stúlkan hafi verið beitt ofbeldi heldur virðist hún þvert á móti vera að heimta fíkniefni af mönnunum í skiptum fyrir kynlíf. Á upptökunni sést jafnframt hvar stúlkan hótar mönnunum því að hún kæri þá fyrir nauðgun fái hún ekki fíkniefni.
Mennirnir fjórir hafa allir verið látnir lausir úr gæsluvarðhaldi. Ekki er ólíklegt að stúlkan sjálf verði kærð fyrir rangar sakargiftir.''
B.N. (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 20:11
Sæll Baldvin og takk fyrir innlitið.
Ekki er ég með neina dóma um aðferðir lögreglustjórans, ég segi aðeins að það vanti samræmdar reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla um þessi ofbeldismál. Það er nauðsynlegt.
En ég viðurkenni alveg þó segi ekkert það í þessum pistli að mér finnst skemmtanahald með þessum hætti ekki samboðið íþróttafélögum og það með stuðningi sveitarfélagsins.
Kristbjörn Árnason, 20.7.2016 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.