Óttarlegt bull hjá einfaranum

  • Þessi uppákoma ár hvert skiptir sveitarsjóð í eyjum

    gríðarlega miklu máli.

Því ef íþróttafélögin hefðu ekki mjög miklar tekjur af þessum samkomum yrði sveitarsjóður að styrkja félögin með mjög miklum fjárframlögum á hverju ári. 

þjóðhátíð ´´i eyjum

Þessi félög gætu einfaldlega ekki verið þátttakendur í hverskonar íþróttamótum sem haldin eru á landsgrundvelli.

Þetta skiptir sveitarsjóðinn miklu máli

,,Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir yfirlýsingu tónlistarmannanna fimm, sem hótað hafa að hætta við að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, á misskilningi byggða.

Bæjaryfirvöld hafi ekkert með hátíðina eða löggæslu að gera. Þjóðhátíðarnefnd situr nú á fundi í Vestmannaeyjum".

Þetta er nú bara billegur út úrsnúningur hjá bæjarstjóranum. Sveitarstjórnin veitir leyfið til þessa alls og getur gert kröfur um hvernig þetta fer allt fram.

Það er bara bæjarstjórinn sem vill ekki skilja alvöru málsins. En hann er ekki einvaldur sem betur fer. Það er bara eðlilegt, að ungt fólk vilji ekki taka þátt í þessari ómenningu.

Sveitarstjórnin mun örugglega grípa nú í taumana, því annars fara þessi félög bara á hausinn. Félögin hafa örugglega þegar lagt í mikla fjárfestingar. 


mbl.is Áttar sig ekki á kröfum sveitanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nú þegar hefur bæjarstjórinn i eyjum viðurkennt að svonefnd þjóðhátíð í Herjólfsdal skiptir bæjarstjórn og bæjarsjóð máli. Nú ætti bæjarstjórinn að reyna að beina þessari skemmtun til framtíðar að uppbyggilegri ásýnd fyrir alla. Að reyna að losna við drykkjuásýndina sem mun þegar til lengdar lætur eyðileggja þessar skemmtanir. Einnig að passa upp á goslokahátíðina

 

„Öllum sem að þess­um mál­um koma geng­ur gott eitt til. Þótt þau kunni að deila um leiðir þá hafa þau sömu mark­mið,“ seg­ir Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar sem hitti Unn­stein Manú­el Stef­áns­son úr hljóm­sveit­inni Retro Stefs­son í gær. Páley Borgþórs­dótt­ir, lög­reglu­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um var einnig viðstödd.

„Ég vil nú ekki kalla þetta fund, það var ekki hald­in nein fund­ar­gerð eða fund­ar­dag­skrá. Við hins veg­ar rædd­um þessi sam­eig­in­legu áhuga­mál okk­ar um það hvernig við best get­um staðið að umræðu um þá þjóðfé­lags­vömm sem kyn­ferðisaf­brot eru. Við rædd­um um hvernig við get­um bætt verklag okk­ar í kring­um þjóðhátíð og umræðuna þar að lút­andi en ég vil ekki fara með neitt sem okk­ur fór á milli beint, því þessi hitt­ing­ur var ekki til þess gerður,“ seg­ir Elliði.

Elliði mun aft­ur hitta Unn­stein síðar í dag. „Við ætl­um að hitt­ast aft­ur í dag og reyna að taka mark­viss skref til þess að sam­eina en ekki sundra. Við vilj­um standa sam­eig­in­lega í bar­átt­unni gegn þeim viðbjóðslegu glæp­um sem kyn­ferðisof­beldi er,“ seg­ir Elliði.

Unnsteinn Manúel.

Kristbjörn Árnason, 22.7.2016 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband