15.8.2016 | 13:51
Það er margt skrýtið í þessu landi
- Barna þrælkun þrífst í Tyrklandi og eru það Evrópskir ferðamenn
sem halda starfseminni gangandi. M.a. annarra íslenskir ferðamenn.
Íslenskar ferðaskrifstofur halda úti skoðunarferðum til að sýna og selja tryknesk teppi. Sem eru ofin af ungum stúlkum frá 7 ára aldri sem eru settar við teppa vefstólanna. Þær munu þurfa að sitja við þessa lágu stóla ca 30 cm háa alla sína starfsævi.
Tyrkir virðast vera mjög ánægðir með þessa starfsemi sem ku hafa skapað mikla atvinnu í sveitum landsins.
Síðan eru sölustaðir þar sem karlarir eru eins og greifar og selja teppin á lágu verði miðað við verðin í Evrópu.
Á bak við þennan þrældóm eru síðan erlendir aðilar sem eiga einkarétt á afurðum kvenna í Tyrkneskum sveitum og gróðinn fer að mestu til Evrópu.
Við íslendingar getum ekkert sett okkur á háann hest í þessu sambandi við erum enn lifandi margir komnir á eftirlaun sem þekkjum barnaþrældóminn á eigin skinni.
En við höfum að mestu unnið okkur sem þjóð upp úr þessari stöðu frá því að stéttlausa fólkið var á hverjum bæ án þess að hafa nokkur réttindi.
Fólkið sem varð að standa og sitja eins og húsbændur kröfðust. Stóð undir verðmæta sköpun býlanna.
Launin voru svipuð eins og hjá skepnunum, fólkið var fóðrað svo það héldi kröftum en lífi haldið í börnum þeirra enda væntanlegt vinnuafl.
Ég viðurkenni það alveg, að ég varð öskureiður þarna út í Tyrklandi um árið þegar mér var sýnd þessi ósvinna.
Ferðafélagar mínir urðu mér reiðir vegna þess að ég vildi ekkert kaupa. Á myndinni má sjá svipaðan vefstól og notaðir eru enn í sveitum Tyrklands nema að konurnar sátu nánast niður við gólf þegar störfuðu í þeirra vefstólum.
Tyrkir ósáttir við Wallström | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.